Þegar ég komst að því að ég væri ólétt

Það er ekki alltaf manns ósk að verða ólett.. Það getur verið að maður sé á slæmum stað andlega eða bara aðstæðurnar í kring eru ekki réttar.

Þegar mér fór að gruna að ég væri ólétt þá var besta vinkona mín ólett á sama tíma. Ég var ekki búin að tala við neinn um þetta og hélt því bara fyrir sjálfa mig að ég væri mögulega ólett.

Ég var með annari bestu vinkonu minni og við fáum skilaboð frá ólettu vinkonunni þar sem hún tilkynnir okkur að hún þurfi að enda sína meðgöngu strax.

Ég var í sjokki og sagði vinkonu minni sem ég var með að mig grunaði að ég væri ólett. Ég fór svo með kærastanum mínum uppí sumarbústað og tók ólettu próf. Sem kom jú jákvætt út..shit! hvað á ég að gera..? ég get ekki verið að eignast barn þegar hún er að missa sitt! Ég grét í marga daga! ég gat ekki ímyndað mér að segja henni þetta! hún á aldrei eftir að tala við mig eða vilja sjá barnið mitt!

Svo kom að því að hún átti að fara fæða litla strákinn sinn.. Ég fékk sms um að ég mætti koma uppá fæðingadeild til að kveðja litla engilinn okkar allra.

Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert! Sjá þennan fallega strák sem var alveg eins og mamma sín! ég hélt á honum og horfði bara á hann með stjörnurnar í augunum. Hann var fullkominn, dáinn en fullkominn! Hjartað mitt fylltist af ást og sorg á sama tíma.

Það var prestur á spítalanum sem tók mig og aðrar vinkonur hennar til hliðar og fór að tala um komandi tíma og sorgina sem væri að fara fylgja þessu. Ég vildi tala við prestinn um það hvernig ég ætti að segja henni að ég væri ólett. Hann ráðleggur mér að gera það ekki í dag en að ég eigi samt ekki að bíða með það. Hún gæti þá tekið þessu eins og ég vilji ekki að hún verði partur af meðgöngunni minni. Ég fór eftir hans leiðbeiningum og leyfði henni að syrgja þetta eins og við þurftum öll að gera.

Nokkrum dögum seinna hringi ég í hana vegna þess ég gat ekki þagað yfir þessu lengur. Ég grét úr mér augun, en hún tók þessu aldrei illa! Hún var svo hamingjusöm fyrir mína hönd, hún hjálpaði mér í gegnum alla meðgönguna og er ennþá ein af uppáhalds „frænkum“ hans Agnars Braga.

Þessi litli engill á ennþá stóran part í hjartanu mínu ♥

 


23804487_2006650812891219_2146296749_n

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: