Gleðilegt nýtt ár

Núna er loksins komið nýtt ár! Sem þýðir að Ólafía Selma er alveg að fara koma! Við Silli verðum alltaf spenntari og spenntari með hverjum degi sem líður og erum orðin hálf óþolinmóð enda er hún byrjuð að stríða okkur í hverri viku að hún sé að fara koma.

Í byrjun hvers árs set ég mér alltaf áramótaaheit en stend mjööög sjaldan við þau. Þau eru samt alltaf eins..eða allavega svipuð, byrja í ræktinni, borða hollar, hætta drekka gos, fara út að labba á hverjum degi. Síðustu ár hefur það líka alltaf verið að hætta að reykja en ég stóð líka aldrei við það fyrr en núna og er rosalega sátt með sjálfa mig að hafa náð því.
Í ár langar mig að setja mér lítil og raunhæf markmið. Eins og ég sagði áðan er alveg að fara koma að því að Ólafía fari að láta sjá sig og ég hef í raun ekki hugmynd um hvað er að fara gerast, hvort hún verður rólegt barn eða ekki o.s.f.v.
Áramótaheitin mín í ár verða þessi.

  1. Drekka meira vatn.
  2. Gera 1-2 blogg á viku.
  3. Reyna vera besta útgáfan af sjálfri mér.
  4. Setja fortíðina á bakvið mig.
  5. Hugsa betur um andlegu heilsuna

Síðustu vikur hafa verið  mjög erfiðar fyrir mig , ég varð mjög veik og andlega uppgefinn, en Desember hefur alltaf verið erfiður mánuður fyrir mig. Þess vegna hef ég ekkert verið mikið hérna inná síðunni en núna virðist allt vera á uppleið og ég vona að ég geti aftur farið að vera meira virk hérna inná.. ég ætla allavega reyna mitt besta.

Hlakka til að fá að eyða þessu ári með ykkur.

img_2484

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s