Ég sýndi aðeins frá því að “hreiðurgerðin” væri núna að byrja hjá mér inná maedur.com snappinu. Ég sýndi líka þar að ég væri byjuð að gera lista svo ég ætti auðveldara með að sjá hvað mig vantar og hvað ég væri komin með.
Ég ákvað að deila þessum lista með ykkur og vona að þið verðandi mæður og feður getið nýtt ykkur hann einhvað.

Skiptiaðstaðan

 • Ungbarnableyjur
 • Taubleyjur
 • Blautþurrkur
 • Eyrnapinna(barna)
 • Sótthreinsandi lausn fyrir naflan
 • Bossakrem
 • Skiptidýna
 • Ruslatunna
 • Fílupokar □

Baðtíminn

 • Bali
 • Baðhitamælir
 • Handklæði(3stk.)
 • Barnaolía

Fyrir svefninn

 • Vagga
 • rimlarúm
 • Sæng
 • órói á rúmið
 • sængurver(3Stk.)
 • teygjulök(3stk)
 • pissulak
 • barnapíutæki
 • Vagn
 • Kerrupoki

Brjóstagjöfin

 • Brjóstagjafapúði
 • brjóstakrem
 • brjóstainnlegg
 • gjafahaldari
 • gjafabolir

föt 0-3 mánaða

 • Náttgallar (7Stk.)
 • Stutterma samfellur (7Stk.)
 • Langerma samfellur (7Stk.)
 • Sokkabuxur (7Stk.)
 • Peysur (5Stk.)
 • Hlýjar peysur (3Stk.) □
 • Buxur(5Stk.)
 • Bolir (5 stk)
 • Sokkar (5Stk.)
 • Þunnar húfur(2Stk.)
 • Þunnir vetlingar (2Stk)
 • Kjólar(2-3 Stk.) □

Útiföt 0-3 mánaða

 • Flísföt
 • Galli
 • Hlýjar húfur(2stk.)
 • Hlýjir vetlingar(2Stk.)
 • Hlýjir sokkar (2Stk.)
 • Kragi(1Stk.)

Annað

 • Leikteppi □

 • Ömmustóll □

 • Slefsmekkir □

 • Skiptitaska □

 • Nefsuga, naglaklippur og eyrnamælir □

 • Bílstóll □

 • Teppi □

 • Snuð og peli □

Þið megið svo endilega láta mig vita ef ég er að gleyma einhverju nauðslynlegu eða einhvað “must have” sem ykkur finnst að ætti að vera á þessum lista. Svo á ég eftir að gera lista fyrir föt 3-6 mánaða en ég bæti honum inn seinna.

Vona þetta komi ykkur að góðum notum.

Saga logo