1. Vikuleg umslög!
  Taktu 4 umslög og merktu þau „vika1“, „vika2“, „Vika 3“ og „Vika4“. Í hvert umslag fer ákveðin upphæð af pening sem þú hefur ákveðið að eyða í mat fyrir hverja viku. Ef það verður einhver afgangur af peningnum geturu sett hann í næsta umslag og ef það verður einhver afgangur á viku 4 geturu tekið þann pening og lagt til hliðar eða notað hann í að gera eitthvað sem þér finnst gaman.
 2. Innkaupalistar!
  Ekki fara út í búð ekki með innkaupalista, það gleymist alltaf einhvað og þú kaupir alltaf meira en þú þarft að kaupa. Okkur Silla finnst gott að skrifa niður matseðil vikunnar, fara yfir það sem við eigum og versla bara það sem við þurfum.
 3. Pening ekki kort.
  Notaðu pening en ekki kort, í langan tíma brenndi ég mig á þessu, ég notaði alltaf kort og gerði mér ekki grein fyrir hverju ég væri að eyða eða hvað væri mikið eftir af peningnum því það var svo auðvelt að strauja bara kortinu í gegn. Svo líka borgaru þá ekki allskonar gjöld sem þú myndir borga ef þú notaðir kortið.
 4. Nesti
  Gerðu nesti fyrir vinnuna eða skólan. Það er jú mjög freistandi að fara alltaf bara út í sjoppu og kaupa einhvað tilbúið eða einhvað sem þú þurftir ekki að græja en það getur líka fylgt þessu mikill kostnaður. Í staðin fyrir að hafa keypt þér hamborgara eða tilbúnar samlokur og einhvað að drekka nokkrum sinnum hefðiru getað notað þann pening og farið í bíó með vinum þínum 😉 
 5. Eldaðu heima og ekki henda mat!
  Það er mikið ódýrara að elda mat heima hjá sér en að kaupa alltaf skyndibita! Við Silli höfum líka vanið okkur á það að elda aðeins meira en bara fyrir tvo og nota þá afganginn  í nesti.
 6. Takmarkaðu búðaferðirnar.
  Fyrst þegar við Silli fluttum út vorum við að fara út í búð annan hvorn dag nánast! En þegar við gerðum það vorum við alltaf að grípa með auka hluti sem hefðu ekki verið á innkaupalistanum. Núna förum við bara út í búð 1x í viku, skrifum niður hvað við ætlum að kaupa og kaupum bara það sem er á listanum, þetta ráð hefur haft mikið um að segja á okkar heimili.
 7. „klink krukkan“
  Síðasta ráðið sem ég er með er að vera með klink krukku. Eins og ég skrifaði hérna fyrir ofan notum við bara pening en ekki kort, það er samt ógeðslega þreytandi þetta klink sem fylgir því en ekki kortum. Settu klinkið allt í sömu krukku/vasa/skál, þegar skálin/vasinn/krukkan er orðin full geturu farið með það í bankann og látið skipta peningunum.

img_2484