Áður en ég varð ólétt og meðan ég er ólett var bara sagt mér frá yndislegu hlið meðgöngunnar, hvað þetta er æðislegur tími, tilfinningin að finna barnið sparka í fyrsta skiptið, en enginn sagði mér frá duldu hlið meðgöngunnar.
Nú bíð ég óþolinmóð á hverjum degi eftir að hún láti sjá sig og er orðin mjög óþolinmóð og pirruð í líkamanum, þannig í boði burðareiðinnar ákvað ég að skrifa um hluti sem enginn sagði mér um meðgöngu.

 1. MeltingarkerfiðЗапоры-при-беременности
  Þú verður ótrúlega „gassy“, það verður mun auðveldara að fá hægðatregðu og sumar konur fá jafnvel gyllinæð. Þannig þegar þú færð helling af food cravings eða langar að  borða allt verðuru að passa þig því það gæti farið illa í magan á þér.

 2. Það getur lekið úr brjóstunum hjá þér áður en þú átt.klj.png
  Ég fór næstum yfirum, ég var komin um 18 vikur þegar fyrstu droparnir byrjuðu að koma, og nokkrum vikum seinna vaknaði ég í rennandi blautum bol með bletti í lakinu eftir brjóstamjólkina. Þetta er samt alveg eðlilegt, þetta kemur á mismunandi tímum hjá konum.
 3. Fólk dæmir þig og kemur með óumbeðin ráð.Unsolicited_advice_small1
  Þú ert að þyngjast of mikið, Þú ert ekki að þyngjast nóg, Prufaðu að borða þetta, það er betra að gera þetta svona. Guð hvað þetta verður þreytt! Sérstaklega þegar það fylgir ,,frænka mín sagði að þetta virkar“. Allar meðgöngur eru mismunandi en það er eins og ekki allir fatti það, það sem virkaði fyrir einhverja konu virkar ekki endilega fyrir þá næstu. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja þér til um það hvernig þú átt að ala upp barnið.
 4. Að liggja á maganum.Sleep-and-Pregnancy
  Það fær nýja merkingu fyrir þig! Ætli það sé ekki satt það sem er sagt að þig langar alltaf meira í hlutina sem þú getur ekki fengið.
 5. Fólk er ekki að skilja þig.143-123746-pregnancy-crying-1447265555
  Þú ert kannski að farast úr hormónum og litlu hlutirnir í lífinu geta verið svo rosalega stórir fyrir þér, en fólk er ekki að fara skilja. Það er að fara segja þér að hætta þessu drama, segja þér að róa þig niður eða spurja hvort þetta séu ekki hormónarnir(einhvað sem þú átt aldrei að spurja ólétta konu að!). Sama hversu vel þú útskýrir fyrir fólki afhverju þetta skiptir þig svona miklu máli er það ekki að fara skilja. Ég reyndar var heppin að eiga vinkonu sem hlustaði alltaf á mig, þó henni fannst fáranlegt afhverju ég var í uppnámi hlustaði hún samt og það var nóg, bara hafa einhvern þarna sem skildi þig.
 6. Annar þriðjungurinn er bestur!grutniece-grutnieciba-prieks-vasara-46610015
  Njóttu hans eins og þú getur! á fyrsta þriðjungnum leið mér eins og ég væri að deyja og á þriðja er ég að efast um það hvort meðganga sé í alvöru bara 9 mánuðir.
 7. Rakstur í kjallaranum á síðasta þriðjungnum.11698589_1604838766463157_2652099173445159393_n
  Ekki hægt, eftir að hafa skorið mig í síðustu tvö skipti svo illa að ég gat ekki legið saman með fæturnar, er rakvélin komin upp í skáp og fær að bíða þar þangað til þessi meðganga er búin. Þú sérð ekki neitt þarna niðri, jú þú getur reynt að taka spegil með þér í sturtuna en móðan safnast mjög fljótt á spegilinn þannig það verður erfitt að sjá, þú getur reyndar reynt að þreyfa bara vel og gá hvort þú hafir náð öllu en það er að fara taka sinn tíma og þú gætir óvart skorið þig.
 8. Falleg meðgönguföt?muu-muu
  já mátt láta mig vita ef þú finnur falleg og þægileg meðgönguföt. Ef ég er ekki í náttbuxunum hans Silla þá er ég í víðum og teygjanlegum kjólum sem ég átti áður en ég varð ólétt.
 9. Neibb false alarm.mximage67-1
  Þú getur verið með samdrætti með verkum vikum fyrir fæðingu, líkaminn getur byrjað að hreinsa sig vikum fyrir fæðingu, slímtappinn getur farið…nokkrum sinnum! Ég var með verki í meira en sólarhring og hélt ég væri farin á stað en neibb, svo var bara ekkert að frétta þarna niðri. Þannig öll þessi merki skipta í raun ekki neinu máli en þegar það kemur að þessu þá veistu að þetta er byrjað og það á ekki að fara á milli mála.
 10. Félagskapurinn breytistpregnant-woman-with-friends-sheknows-com
  Án þess að þú takir eftir því eða án þess að þú reynir það þá breytist hann, þú minnkar samskipti við sumt fólk, lokar á annað fólk og reynir að rækta sambandið við suma vini þína.
 11. Þú mátt ekki.pre-pregnancy bucket list
  Listinn af því sem þú mátt ekki er endalaus, hann hefur örugglega sexfaldast síðan mamma átti litla bróðir minn fyrir 7 árum.
 12. Verkir.c312d9157b077286ed5a1667ec9273c6--all-about-pregnancy-pregnancy-labor
  Grindagliðnun, togverkir, bakverkir, höfuðverkir, samdráttaverkir, verkir í nára, verkir í maga… þú færð að upplifa þetta allt, mis mikið en þú færð að upplifa þetta og stundum langar þér að gráta úr verkjum.
 13. Að standa upp á síðustu vikunum.TURTLE-PREGNANT-MEME-FUNNY
  Þú þarft að taka þér þinn tíma í að gera það, þarft að fara rétt að því, því kannski ertu verkjuð eða þá að þú gætir meitt þig á að standa vitlaust upp, jafnvel bara upp úr rúminu.
 14. Vertu frek!/ ,,Þú ert svo ung, þú skilur þetta seinna“Doctor with laptop and pregnant woman in doctor's office
  tvær yndislegar konur sem ég var að vinna með sögðu mér alltaf að vera frek þegar það kom að því að fá einhvað í gegn hjá læknum. Ég þurfti að grát biðja um blóðprufu í nokkrar vikur til að athuga með sjúkdóm sem ég var svo með, ég þurfti að grát biðja um að fá lyfin við þessum sjúkdóm í nokkrar vikur sem ég svo loksins fékk. Ég fekk reglulega að heyra það fá læknum og ljósum að ég væri bara svo ung að ég myndi skilja þetta þegar ég væri eldri… því að kona sem er 30 ára að upplifa sína fyrstu meðgöngu á að skilja allt mun betur en 20 ára kona sem er að upplifa þetta í fyrsta skiptið?
 15. Tíminn hættir að líða.Time Spiral
  Í enda meðgöngunnar hægist tíminn..rosalega! Hver dagur er eins og vika að líða og það þú bíður á hverjum degi eftir að barnið komi en það virðist sem þú ætlir að vera ólett í 2 ár!
 16. Bjúgur8c8abed32360c6c46d3347b97ad3cf9c
  Svo óþægilegt, ef þú ert mikið á fótum yfir daginn getur hann orðið það slæmur að þú nærð varla labba inn í herbergi upp í rúm í enda dags. Fótabað getur verið þægilegt en bjúgurinn er enþá þarna eftir baðið, en bjúgurinn er ekki bara á fótum eða höndum! Nei hann getur komið í andlitið, rassinn og meira að segja píkuna!

img_2484