Að loka á slæma vini

Eins og ég hef talað um áður hefur þessi meðganga ekki verið á neinn hátt auðveld, ég hef ekki geta notið hennar eins og ég vildi gera og er það búið að valda mér mikilli vanlíðan. Ég skrifað um það áður í færslunni 5 hlutir sem þú átt aldrei að fá samviskubit yfir að þér á ekki að líða illa yfir því að loka á slæma vini og í Meðganga glansmyndin skrifa ég um að félagskapurinn breytist þegar þú verður ólétt eða kemur með barn.

Þegar ég vissi að Ólafía væri að koma í heiminn þurfti ég að setjast niður og skoða lífið mitt alveg nýjum augum. Ég þurfti að plana hvernig ég gæti gefið henni lífið sem hún ætti skilið og hvaða fólki ég var að bjóða að vera í kringum hana.
Ég reyndi voða lengi að gefa fólki séns, hélt alltaf að það myndi breytast, lagast, þroskast en þeim tókst trekk í trekk að klúðra þessum sénsum.
Nú eru örugglega margir að hugsa hvort ég hafi ekki bara verið að loka á fólk sem væri í neyslu, nei alls ekki. Flest fólkið sem ég lokaði á var svo langt frá því að vera í neyslu, það var bara í engu andlegu jafnvægi fannst mér.

Í byrjun meðgöngunnar átti ég vinkonu, rosalega góða vinkonu sem ég var mjög mikið með og hún var mikið til staðar fyrir mig.. þegar henni hentaði. Þegar ég sagði henni að ég væri ólétt sagði hún við mig að fara í fóstureyðingu, ,,Þú getur ekkert gert þetta ein“. Þegar hún áttaði sig svo á því að ég væri að fara koma með barn reyndi hún að skipta sér að því hvernig ég myndi ala barnið upp, hún var barnslaus en hennar svar var alltaf ,,ég var alltaf að passa systkyni mín“. Ef ég hlustaði ekki á hana var ég skíthæll, ekki nógu þroskuð til að takast á við þetta hlutverk og óhæf móðir. Það var farið að taka of mikin toll á mér að heyra alltaf hvað ég væri ömurleg og hvað ég myndi standa mig illa í þessu þannig ég tók þá ákvörðun að loka á þessa manneskju.

Ástæðan fyrir því að ég er að segja ykkur frá þessu er til að ýta undir það sem ég hef sagt áður, þér á ekki að líða illa yfir því að loka á slæma vini. Það tók mig einn bumbubúa til að átta mig á því að það er betra að vera einn eða eiga fáa vini heldur en að eiga helling af vinum sem eru samt ekki vinir þínir.
Ég á núna eina vinkonu og fjölskylduna mína sem ég tala við dagsdaglega, treysti fyrir öllu og mér hefur aldrei fundist ég jafn umvafin fólki. Ég vildi óska þess að ég hefði farið að þessu ráði þegar ég var yngri, en stundum þarf einhvað að gerast til að maður opni augun.

img_2484

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: