Barnaherbergið og stofan tekin í gegn.

Núna í sumar fluttum við Silli í gamla bæinn hans í hús sem var byggt árið 1952. Það var mikið sem þurfti að gera fyrir það en það var líka stór ástæða fyrir því að við vorum spennt fyrir þessu húsi, því við fengum að gera þetta eins og við vildum og gera þetta að okkar stað.
Núna er loksins öll vinnan búin og við erum búin að koma okkur vel fyrir í húsinu okkar, en mig langar að deila með ykkur fyrir og eftir myndum og segja ykkur aðeins hvað við þurftum að gera fyrir barnaherbergið og stofuna.

Stofan.

 

This slideshow requires JavaScript.

Fyrst þegar ég kom inn í stofuna fannst mér hún ótrúlega ljót! Það var veggfóður á veggjunum sem var allt farið að rifna af og í staðin fyrir loftlista var búið að líma upp silki reipi. Við rifum niður reipið og allt veggfóðrið, þurftum svo að skafa límið af veggjunum eftir veggfóðrið sem tók ágætan tíma, en við vorum mjög heppin að fá svona ótrúlega mikla hjálp eins og við fengum!
Við brutum svo upp steypuna í gluggakistunum sem okkur fannst vera orðin hálf léleg, múruðum aftur í, pússuðum og máluðum.
Við skiptum svo um ofn, þurftum þess ekki en ákváðum samt að gera það því hinn leit út fyrir að vera orðinn frekar lúinn.
Við spösluðum svo aðeins í veggina, máluðum þá, loftið, ofnana, hurðakarminn og fluttum svo húsgögnin inn!
Við ákváðum að raða stofunni þannig upp að hún eiginlega skiptist í 2 hluta, á öðrum hlutanum er sjónvarpsholið og smá leik horn fyrir Anastasíu ef henni skildi langa leika frammi með dótið sitt. Á hinum hlutanum er tölvuhornið okkar og kemur það til með að vera „læri aðstaðan“.

Barnaherbergið.

 

This slideshow requires JavaScript.

Í barnaherberginu var dúkur á gólfinu sem nánast flaug af þegar við fórum að rífa í hann, þegar við vorum búin að taka upp dúkinn sáum við að steypan í gólfinu var ójöfn. Þar sem Silla finnst svo gaman að brjóta og rífa hluti ákvað hann að brjóta upp í gólfinu þann part sem var ójafn, við múruðum svo aftur í gólfið og pússuðum ójöfnurnar sem voru eftir. Svo var parket lagt og allir veggir málaðir ásamt loftinu, ofninum, gluggakistuni og hurðakarminum.
Barnaherbergið er eiginlega bara herbergið hennar Anastasíu eins og er en þegar Ólafía verður orðin nógu stór munu þær deila herberginu saman.

Við hefðum samt aldrei getað þetta allt ef við hefðum ekki átt svona góða að sem voru tilbúin í að gera allt til að hjálpa okkur!

Ég mun svo deila með ykkur restinni af húsinu seinna 🙂

img_2484

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: