Ætla byrja á því að óska öllum lesendum okkar gleðilegt nýtt ár !

Ég hef aldrei sett mér eitthvað áramótaheit þannig séð bara þetta venjulega hætta borða nammi, byrja mæta í ræktina o.s.f.

Ég ákvað að setja okkur fjölskylduni smá áramótaheiti.

Ég ætla að lesa bók fyrir Agnar Braga á hverju kvöldi fyrir svefn, þar sem hann er mikið eyrna barn þá er hann ekki byrjaður að tala eins og kannski börn á hans aldri gera þannig við erum að læra fleiri orð og annað markmið hjá okkur er að reyna læra 5 ný orð á mánuði.

Ég er auðvitað ekki að setja alltof mikla pressu á barnið þannig held að 5 orð séu bara góð byrjun.

Svo ætlum við fjölskylan að vera duglegri að fara út að leika saman og hreyfa okkur meira saman.

Og svo ætla ég að vera jákvæðari og duglegri að blogga 😉

harpa logo