Seint árið 2017 varð ég partur af síðu á Facebook sem heitir Matarhjálp Neyðarkall Jólaaðstoð, okkur Silla langaði að gefa jólamat til fjölskyldu sem átti ekki efni á að kaupa sjálf matinn. Við settum inná síðuna að við værum með mat gefins og stofnandi síðunnar, Áslaug Guðný, hafði samband við okkur og sagði að hún vissi um fjölskyldu. Við spurðum ekki neitt útí hver fjölskyldan væri, hvað þau væru mörg eða hvernig staðan var hjá þeim, en við fengum svo skilaboð frá þessari fjölskyldu þar sem hún var að þakka fyrir matargjöfina, konan sem sendi mér skilaboð var amma og var hún að fara eyða jólunum með dóttir sinni sem missti vinnuna nokkrum mánuðum áður og henni fylgja 4 börn. Konan sagði mér aðeins frá þeirri ömurlegu stöðu sem hún var í en vegna mikils lækniskostnaðar hafði hún ekki efni á að halda upp á jólin nema fá aðstoð.

Ég fylgdist svo áfram með þessari síðu, fannst það svo fallegt að sjá hvað fólk var tilbúið að hjálpa um jólin. Fólk var að hjálpa til með jóla og áramóta matinn, það var verið að hjálpa foreldrum með að gefa börnunum sínum jólagjafir svo þau myndu ekki finna fyrir fátækt. Mér fannst líka æðislegt að fylgjast með stofnanda síðunnar vinna dag og nótt í því að hjálpa öllum sem hún gat hjálpað!

Síðan hélt fullum gangi áfram eftir hátíðarnar og hélt stofnandi síðunar áfram dag og nótt að reyna allt sem hún gat til að hjálpa fólki í neyð. En eins og í öllum stórum hópum er alltaf einhver sem er tilbúinn að setja sig í dómarasætið, ég hélt áfram að fylgjast með síðunni, fylgdist með fólki ásaka hana um að einhvað væri „ósagt“ og að það væri ekki nóg það sem hún væri að gera.

Áslaug Guðný, stofnandi síðunnar er 60 ára gömul, hún á tvö börn sem eru orðin fullorðin í dag. Hún var dagmóðir í fjölda ára, hún hefur verið í sjálfboðavinnu og reynt að hjálpa til eins og hún getur.
Hún stofnaði þessa síðu til að reyna hjálpa fólki sem hafði lítið á milli handanna og hefur síðan þróast svo áfram í 3 ár. Í dag eru yfir 3,600 meðlimir í þessum hóp, bæði fólk sem vill hjálpa og þarf á hjálp að halda.

maður sá neyðina hjá fólki hér og þar og reyndi maður að fara eftir hverjum og einum með gjöld barna þeirra sem maður passaði fyrir

-Áslaug Guðný Jónsdóttir

 

Mér finnst það svo sjaldséð að fólk sé af góðmennsku sinni að leggja svona mikla vinnu á sig fyrir ekki neitt og þykir þetta svo falleg vinna og flott málefni sem síðan stendur fyrir.
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa færslu er vegna þess að mig langar að vekja athygli á þessari facebook síðu svo fleirri geta hjálpað til. Ég spurði Áslaugu, stofnanda síðunnar nokkrar spurningar sem hún var meira en tilbúin í að svara.

Ertu ein að sjá um síðuna?
,,við vorum 4 um jólin að hjálpa og erum 2 stjórnendur núna“

Eru margar fjölskyldur sem eru að leita af hjálp?
,, já allt of mikið! Það Þyrfti að hjálpa fólki mikið meira, hafa oftar opið hjá hjálparsamtökum og hækka þar upp hjá þeim svo fólk fái góða aðstoð. En það er alltaf verið að spara því miður.

Varðstu meira vör við hvað það væri mikið fátækt í landinu eftir að þú stofnaðir þessa síðu?
,,já og ekki bara á höfuðborgarsvæðinu heldur á öllu landinu!“

Geturu sagt svona sirka hversu margar fjölskyldur báðu um hjálp um jólin og var hægt að aðstoða alla?
,,Það voru sirka um 170 sem báðu um hjálp, margir þurftu mat, aðrir gjafir og svo framveigis. Allir fengu aðstoð sem fór í gegnum Facebook síðu milli gefanda og þyggjenda, sumir lögðu inn sem var þá sent inn til þeirra sem bjuggu út á landi“

Er bara verið að aðstoða fjölskyldur og er bara verið að aðstoða með mat?
,,Við reynum að aðstoða alla og nei ekki bara með mat, við höfum meðal annars verið að aðstoða fjölskyldur með föt“

Eru einhverjir sem fara í forgang yfir aðra við að fá hjálp?
,,Nei allir eru jafnir hér“

Ef mig vantar aðstoð en ég þori ekki að koma undir nafni, get ég þá haft samband við þig og það fer ekkert lengra?
,,Já það er líka hægt“

Ef mig langar að aðstoða manneskju sem býr t.d á Ísafyrði en ég bý á Selfossi, hvernig færi ég að því? Er verið að senda bónus kort til fólk í pósti eða er lagt beint inná það?
,,Bæði, það fer eftir hverjum og einum sem hjálpa“

Hvað finnst þér erfiðast við að sjá um þessa síðu?
,,það að fólk þurfi að rífast. Þetta er matarsíða, ekki síða til að niðurlæja fólkið sem þarf aðstoð“

En hvað finnst þér skemmtilegast við að sjá um þessa síðu?
,,Jákvæðni þegar allir eru sáttir og allir fara mettir að sofa. Það er svo gott fólk inni á síðunni sem vilja hjálpa og ég þakka fyrir það“

Langar þig að koma einhverju öðru fram?
,,Hjálpum þeim sem minna mega sín ❤

Untitledl26047487_10210791580690869_7313120906099230711_n

Þú getur klikkað hér til að finna Facebook síðuna.
Endilega deilið þessu áfram svo sem flestir sjái. Munið að margt smátt gerir eitt stórt!

img_2484