Diabetes mellitus og insipidus

diabetes mellitus og diabetes insipidus Þó þessir sjúkdómar bera nánast sömu nöfnin er alls ekki hægt að líkja þeim saman.

Diabetes insipidus(flóðmiga) er sjaldgæfur sjúkdómur sem veldur ójafnvægi í vatninu í líkamanum. Einkenni þessara sjúkdóms eru að þú drekkur mjög mikið, ert enþá þyrstur rétt eftir að hafa drukkið (polydipsia) og pissar óeðlilega mikið (polyuria). önnur einkenni eru að þú gætir þurft að fara á fætur á næturnar til að pissa eða pissar jafnvel undir á næturnar. Sjúkdómurinn gæti komið eftir höfuðhögg eða æxlivöxt í höfuðstúku.

Það fer eftir því hversu slæmur sjúkdómurinn en þú gætir verið að pissa upp í 20 lítra af þvagi á dag ef þú ert að drekka mikin vökva! Heilbrigður fullorðinn einstaklingur er að pissa um 3 lítrum á dag og jafnvel minna.

Diabetes insipidus kemur þegar nýrun eru ekki að bregðast við ADH hormóninum eða er ekki að framleiða nóg af ADH hormóninum. Á mannamáli er það þegar líkaminn getur ekki og kann ekki að stjórna því hvernig á að sjá um vökva.

Það er til meðferð við þessum sjúkdóm sem á að koma jafnvægi á þorstan og þvaglátin en þá er hormónið ADH gefið í nefúða.

Diabetes mellitus er þessi „venjulega“ sykursýki sem flestir kannast við og starfar af því að líkaminn framleiðir eða notar ekki insúlín eðlilega. Hún skiptist í tvo hluta, sykursýki 1 og sykursýki 2.

Þegar þú borðar brýtur líkaminn matinn niður í sykur sem líkaminn notar svo sem orku fyrir líkaman. Sykurinn ferðast svo um blóðkerfið í allar frumur í líkamanum þínum. Insúlín verður til í brisi og þegar líkaminn skynjar að þú hafir verið að borða gefur brisið frá sér insúlín. Insúlínið færir svo sykurinn úr blóðinu þínu í frumurnar í líkamanum þínum sem hann notar svo sem orku.

Sykursýki 1 (ínsúlín háð) er þegar líkaminn framleiðir ekki insúlin og er algengara hjá yngra fólki. Í 5-10% tilfalla þegar fólk er með sykursýki er um sykursýki 1 að ræða.
Fólk sem er með sykursýki 1 þarf að taka insúlin daglega og fylgjast með mataræði og hreyfingu.

Sykursýki 2 (óinsúlín háð) um 90-95% tilfalla þegar fólk er með sykursýki er um sykursýki 2 að ræða og er algengara meðal eldra fólks. Sykursýki 2 er þegar líkamsvefir svara illa insúlíni eða þegar það er of lítil insúlín framleiðsla. Fólk með sykursýki 2 heldur því í jafnvægi með réttu mataræði, hreyfingu og stundum lyfjum.

Fróðleiksmolar um sykursýki.

  • Elsta ritið sem líklegast var vísað til sykursýkis var árið 1500 fyrir krist í Egyptalandi, þar sem vísað var til einkenna um tíð þvaglát.
  • Einkenni sykursýkis, eins og þorsti, þyngdartap og tíð þvaglát voru þekkt í meira en 1200 ár áður en sjúkdómurinn fékk nafn.
  • Gríski læknirinn Aretaeus kom upp með nafnið diabetes. Hann kom upp með nafnið með einkennunum um stanslausan þorsta (polydipsia) og mikil þvaglát (polyuria) og gaf sjúkdómnum nafnið diabetes sem þýðir í beinni þýðingu „flæðir í gegnum“
  • Fyrir 1921 var meðferðin við sykursýki 2 að svelta sig eða hálf-svelta sig.

img_2484

Heimildir:
https://www.mayoclinic.org/diseases-conditions/diabetes-insipidus/diagnosis-treatment/drc-20351274

https://www.youtube.com/watch?v=ELpT0tGp6io