Óskalisti fyrir Ólafíu

Seint á síðasta ári vorum við maedur.com með gjafaleik í samstarfi við verslunina Værð barnavörur og mig langar að sýna ykkur smá úr versluninni sem er mjög ofarlega á óskalistanum fyrir Ólafíu þegar hún loksins lætur sjá sig!

Spiladósirnar hennar Margrétar Guðnadóttur.

Ótrúlega fallegar spiladósir sem spila vögguvísur! Mér fannst eins og ég varð að eignast þessa þegar ég sá að ein spiladós spilaði sofðu unga ástin mín, en það var mikið sungið fyrir mig þegar ég var yngri. Þetta er á milli þess að vera það sem mig langar í og það sem ég þarf! En mig langar að venja Ólafíu á það að hafa svona lög spiluð fyrir hana eða sögur áður en hún fer að sofa strax og hún kemur í heiminn.

 

Plakat af vatnslitamynd eftir Ragnheiði Jónsdóttur

Þið sem hafið fylgst með mér á maedur.com snappinu hafið séð herbergið hjá stelpunum okkar Silla, þið sem hafið ekki séð það.. þá er það bleikt! Rosalega fallegt finnst mér, eiginlega flottasta herbergið í húsinu en mér finnst enþá vanta einhvað á veggina og finnst vatnslitamyndirnar í værð passa svo fullkomnlega í herbergið hjá þeim..og eiginlega bara í öll barnaherbergi! Þið getið skoðað myndirnar eftie hana inná http://www.ragnheidurjons.com/

Mokkasíurnar frá tiny viking!

Þarf ég að segja einhvað um þær? Eruð þið að sjá hvað þær eru fallegar?? Ég get ekki beðið eftir því að setja Ólafíu í svona bleikar mokkasíur þegar hún verður eldri!

Handklæði/teppi

Þetta teppi er líka handklæði! Mér finnst þetta rosalega sniðugt, það getur oft verið óþægilegt að koma úr sturtu eða baði og þurrka sér með handklæði sem gæti verið gróft eftir þvott. Þegar ég var sem verst í meðgöngukláðanum held ég að þetta hefði komið að góðum notum!

Handprjónuð húfa úr merino ull

Ótrúlega fallegar,mjúkar og hlýjar húfur! Loðið er ekki of stórt eða of þungt þannig

húfan er ekki að fara síga af barninu.

Ég mæli svo innilega með því að þið kíkið í værð ef þið eigið leið hjá, það er svo mikið af fallegum hlutum þarna sem eru fullkomnir í sængurgjafir, nafnagjafir eða afmælisgjafir. Rosalega falleg búð og alveg yndisleg kona sem rekur hana❤

 

*Myndirnar eru allar inná facebook síðu værð barnavörur

Facebook síða Værð

Instagram síða Værð

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: