Þegar ég missti meydóminn..

Þessi lífsreynsla er mjög persónuleg og á sama tíma mjög erfið.
Þegar ég lít til baka vildi ég óska þess að ég hefði beðið.

Ég var enþá í grunnskóla, man ekki alveg í hvaða bekk en ég man að ég var komin í unglingadeildina.
Ég átti nokkrar vinkonur á þessum tíma, þær voru minnir mig allar í sambandi, allar búnar að missa meydóminn. Mér fannst ég vera útundan, mér fannst ég ekki geta talað við þær um þessa hluti.
Ég þoldi þetta ekki, mér fannst vera svo þungt yfir bakinu á mér að vera enþá hrein mey..hugsiði ykkur, ég var enþá í grunnskóla! Ég þoldi ekki að geta ekki tekið þátt í samtölunum með þeim, mig langaði bara klára þetta af svo ég þyrfti ekki að pæla meira í þessu.

Ég var þá búin að vera tala við strák á Facebook, hann var einn af þessum “heitu” gæjum sem allar stelpurnar voru að missa sig yfir. Við töluðum saman og ákváðum að hittast svo ég gæti bara “klárað þetta”.
Daginn áður en hann kom var ég drullu stressuð. Ég velti því fyrir mér hvort ég ætti ekki að bíða með þetta, hvort ég ætti ekki að eignast kærasta og missa meydóminn með honum, gera þetta kannski með vin? en ákvað svo alltaf að “klára þetta bara”. Það héldu hvort er allir að ég væri drusla og hann var alveg sætur þannig afhverju ekki? Það voru ALLIR búnir að þessu.

Svo kom að þessu, ég var ein heima og hann bankar hjá mér, við löbbum inn í herbergi og ekkert af því sem gerðist var eins og ég hafði ýmindað mér það.
Við löbbuðum inn í herbergi, lögðumst upp í rúm og kysstumst tvisvar..já tvisvar, svo tekur hann smokkinn úr vasanum, skellir honum á og spyr hvort ég ætli ekki úr buxunum.

Hann kom ofan í mig og reyndi að troða honum inn, án þess að bleyta eða undirbúa neitt. Tveir kossar og troða honum inn? Þegar hann loksins náði honum inn rifnaði ég svo illa að það byrjaði að blæða, frekar mikið.
Hann heldur áfram í ég held 2 mínutur og hættir svo, segist þurfa fara. Mér var eiginlega alveg sama að hann væri að fara, Það varð allt rosalega skrítið á milli okkar.

Ég held það hafi ekki verið liðinn klukkutími frá því að hann hafi verið farinn þegar ég fæ skilaboð frá honum ,,bara láta þig vita ég er hjá annari gellu sem var að klára það sem þú gast ekki klárað hahahah”.


Ég fór að hágráta, klukkutíma eftir að ég missti meydóminn var ég strax byrjuð að sjá eftir því. Mér fannst allt við þetta hræðilegt.
Nokkrum dögum seinna byrja stákarnir í skólanum að kalla mig “túr gelluna”. Ég komst svo að því að hann og strákarnir í skólanum mínum áttu sameiginlega vini. Ég átti þá að hafa byrjað á “massa miklum túr maður”.

Frábært fyrsta skipti ekki satt? Svo mikið tillit tekið til manns, svo mikið traust og svo mikil virðing… ég hefði átt að bíða. Fyrsta skiptið er aldrei fullkomið en passiði að þið séuð með einhverjum sem þið treystið.

img_2484