Amerískar pönnukökur

ætla að skrifa uppskrift af alvöru amerískum pönnukökum sem eru í algjöru uppáhaldi hjá mér 🙂 (frekar óhollar en virkilega góðar, ég lofa !)

1 bolli hveitipönnukökur-640x400.jpg
1 og 1/2 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
1 bolli mjólk
1 egg
1 msk brætt smjör eða olía

 

hrærið fyrst saman hveitið, lyftiduftið og saltið bætið svo við mjólkinni, egginu og smörinu eða olíuni og hrærið því saman, það mega alveg vera smá kögglar.
Hafið pönnuna svo a miðlungs hita og skellið smá smöri eða olíu á pönnuna.
Steikið pönnukökuna þangað til það kemur svona gullinbrúnn litur á báðum hliðum ❤

svo er ótrúlega gott að bera þetta fram með berjum, sýrópi og smjöri 🙂