Fæðingarsagan mín -Eva Rut

Meðgangan mín var alveg fullkomin, ekkert vesen nema bara ógleði fyrstu 12 vikurnar. Fæðingin fór samt ekki eins og ég hefði viljað.

Ég byrjaði að fá verki nóttina 28 desember, þeir voru fyrst á svona hálftíma fresti en duttu svo niður í svona klukkutíma og komu alltaf aftur bara mjög óreglulegir.  Þessa nóttina svaf ég lítið sem ekki neitt því verkirnir voru rosa vondir. Verkirnir voru óreglulegir allan 28 desember en byrjuðu að verða reglulegri strax eftir miðnætti 29 des. Þeir voru byrjaðir að koma á svona 5 mínútna fresti um svona 5 um nótt þannig ég ákvað að fá að athuga uppá landspítala. Ég var sett í rit um hálf 6 og þá fannst mér eins og það væri að líða um 6-7 mínútur á milli, svo var kíkt á útvíkkun hjá mér, ég var komin með 2, svo ég fékk sprautu til að slaka aðeins á verkjunum svo ég gæti reynt að sofa.28537128_10215930987096731_1491708021_n.jpg

Ég var komin heim í kringum 9 og náði að sofa til sirka 2 þá byrjuðu verkirnir aftur. Ég byrjaði strax að taka tímann á milli en það náði aldrei undir 5 mín fyrr en klukkan sirka 5. Klukkan 6 þá voru verkirnir orðnir mjög harðir og þetta var orðið virkilega reglulegt. Ég missti vatnið 11 mínútur yfir 6 og vatnið var grænt. Ég hringdi uppá deild og þær sögðu mér að ég þyrfti í rauninni ekkert að flýta mér, en ég heimtaði að fá að koma og þær myndu allavega kíkja á mig.  Það hefði verið sagt við mig seinast þegar ég fór í skoðun að strákurinn væri full skorðaður þannig ég átti ekki að þurfa sjúkrabíl. Ég var komin uppá spítala í kringum 7 og þá var ég sett í rit. Hjartslátturinn hjá stráknum mínum var búinn að lækka rosalega, hann var á milli 110 og 115 (var vanalega 130 -150). Hún ætlaði að kíkja á útvíkkunina hjá mér en þá kom í ljós að naflastrengurinn hefði fallið fram fyrir höfuðið á barninu og ofaní leggöngin. Það getur bara komið fyrir ef hann er ekki skorðaður þannig ég var rosa heppin að hafa farið strax.
Ljósan bað mömmu mína um að ýta á rauðan takka sem var við hliðina á hurðinni á meðan hún hélt í naflastrenginn. Þarna vissi ég ekkert hvað var í gangi og allt í einu komu fullt af öðrum konum inn og ljósan sem sleppti ekki naflastrengnum og sagði að það ætti að græja skurðstofuna strax. Á þessum tímapunkti fríkaði ég smá út, það var hlupið með mig inná skurðstofuna og strax komið með súrefnisgrímu og það var settur æðaleggur í mig og ég var bara svæfð strax.

Ég vaknaði kolrugluð á gjörgæslu um 9 og það fyrsta sem ég fékk að heyra var „til hamingju. Þú ert orðin mamma.“ Hann fæddist 19:24 þann 29 desember og var 50 cm og 14 merkur. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég fékk hann í hendurnar var  „hann er það fallegasta sem ég hef séð“.

Það sem ég er ósátt með er að ég var sofandi þegar hann kom í heimin og að  ég var númer 5 til að fá hann í hendurnar og bjóða hann velkominn. Líka að það var búið að segja við mig að hann væri full skorðaður þegar hann var það ekki.