Kynningablogg – Sigrún Ásta

Hæ!

Sigrún Ásta heiti ég og ég er Brynjarsdóttir. Ég er (bráðum) 23 ára, búsett í Borgarnesi með eiginmanni mínum og á með honum tvö börn. Önnur hét Emma, en hún fæddist andvana eftir fulla meðgöngu í mars 2017, og hin heitir Alma Margrét en hún fæddist í byrjun janúar 2018.

28768106_2055461497804488_669397617_o

Við eigum litla íbúð í Borgarnesi og búum þar í sátt og samlyndi við hvort annað… Oftast. Heimilið á samt kötturinn okkar Hinrik. (Eða a.m.k. heldur hann það) Ég stunda nám við Háskólann á Bifröst og er að læra viðskiptalögfræði. Ég kem til með að útskrifast með BS gráðu í því núna í sumar, og því er ég á milljón að skrifa lokaritgerðina.

Ég er sem sagt mamma í fyrsta sæti, eiginkona í öðru sæti og nemandi í þriðja sæti. Lífið er gott!

Ég kem til með að blogga um ýmislegt, hvort sem það er matur, móðurhlutverkið, sorg og missir, snyrtivörur, og allt annað sem okkur getur dottið í hug!

Svo kann ég ekki að enda svona blogg, þannig takk og bless!

Sigrún Ásta!

snapchat: sigrunastaa
instagram: sigrunastaa