9 merki um að barninu þínu líki við þig

 1. Augnasamband
 2. halla sér uppað þér
 3. Opna munnin sinn
 4. Bros
 5. Hlátur
 6. Þegar barnið reynir að spjalla við þig
 7. Ljómar þegar þu kemur nálægt
 8. Aðskilnaðar kvíði
 9. kíkir á þig
 10. 1. Þetta móment þar sem barnið horfir í augun á þér (eins og hann/hún sé að reyna að horfa inní sálina þína) Þá er barnið að dást af þér og reyna að kynnast þér betur.
  2. Börn byrja að heyra hljóð í kringum 20 viku á meðgöngu og eftir að þau kynnast röddinni þinni þá lýður þeim vel þegar þau heyra hana. Það er sannað að hjartslátturinn í ófæddubarni hægist þegar hann/hún heyrir foreldra sína tala. Þau byrja að þekkja raddirnar sem þau heyra í oftast í maganum. Það er ástæðan afhverju börn líkar svona vel við foreldra sína. Þau eiga það þá til að halla sér mest af þeim.
  3.Barninu finnst þínu finnst þú lykta æðislega (þótt þú sért ekki búin að fara í sturtu seinustu daga) Rannsakanir sýna það að barnið þekkir móður sína bara með því að finna lyktina. Barnið gerir sjálfkrafa meiri munnhreyfingar þegar þau finna góða lykt.
  4. Á milli 6 vikna til 3 mánaða á barnið eftir að glað brosa bara við það að horfa á þig. Og ef þu brosir til baka þá ertu að mynda sterkari tengsl við barnið.
  5. Það er ekkert betra en að heyra barnið sitt hlæja. Þá er hann/hún að átta sig á því hvað honum/henni líkar best við. Í lang flesstum tilfellum ná foreldrarnir langfyrst að láta barnið hlæja frekar en annar ættingi eða vinur.
  6. Stuttu eftir að barnið byrjar að brosa til þín, þá byrjar hann/hún að reyna að spjalla við þig. Þetta spjall gæti byrjað í kringum 2 mánaða sirka. Þetta spjall gerir þig alveg rosalega glaða. Og ef þu spjallar á móti í svipuðum hljóðum og barnið gerir þá gætuð þið byrjað samræður.
  7. Um 6 mánað þekkir barnið fullkomlega munin á venjulegu góðu fólki og besta fólkinu (foreldrarnir).  Þið foreldrarnir eru hreinlega bestu vinir barnsins og þessvegna ljómar hann/hún þegar þið komið í augnsýn.
  8. Á milli 9 mánaða og 1 árs byrjar barninu að fynnast erfitt þegar þú þarft að skilja við hann/hana. Þetta er víst erfiðasta í heiminum fyrir foreldra að fara frá barninu há grátandi utaf honum/henni langar bara að vera hjá mömmu sinni eða pabba.
  9. Þegar barnið byrjar að skríða þá á það til að vera svolítið útum allt. En engar áhyggjur barnið vill yfirleitt aldrei fara það langt að það sér þig ekki, ef það fer það langt þá er hann/hún rosa dugleg/ur að kíkja á þig, jafnvel þótt þu skrapst á klósettið.  Þegar barnið er á stað sem það þekkir ekki þá á hann/hút það til að kíkja oft á þig eða pabba sinn til að sjá hvort þið séuð örugglega ekki þarna til að vernda sig.