Fæðingarsagan min!

Alltof langt síðan eg bloggaði síðast! en allavega þá ætla eg ad deila fæðingarsöguni minni!

Ég var semsagt sett 29 des en gekk 10 daga framm yfir! og ég fór i gangsetningu 8 janúar!

það var semsagt þannig ad ég fer uppa spítala 8:30 á mánudagsmorgninum og fór i mónitor til að sj hvort eitthvað væri ad gerast því að eg var búinn að vera föst með 4 i útvíkkun í svolítin tima og þær voru alltaf að bíða eftir að ég færi sjálf af stað en það gekk bara ekki! En svo um half 4 leytið þá byrjuðu verkirnir af alvöru og þá ákvað ég að það væri komin tími til ad kíkja uppa deild. Þegar ég kom svo uppá deild þá var ég lögð inn og beint inni fæðingar herbergi og fór i mónitor! Svo kom ljósan og tjekkaði á útvíkkuni og hún var enþá bara 4! þannig eg vildi fara i baðið og guð hvað baðið hjálpaði mikið! en samt gerðist ekkert var enþa með 4/5 i útvíkkun þannig það var ákveðið að sprengja belgin og ég man að eg bað ljósuna afsökunar þvi ad eg væri ad pissa a borðið!😂Hun bara nei elskan eg var ad sprengja belgin hja þer!😂 en svo eftir það fór allt ad gerast! belgurinn var sprengdur um 7 half 8 og þa fór allt að gerast! þegar þessi mynd er tekin þa er eg komin nokkuð langt inni ferlið eða komin með 7 i útvíkkun og ég var sko buinn ad akveða það eg ég ætlaði i gegnum þessa fæðingu deyfilaust og bara nota glaðloftið var buinn ad heyra svo hræðilegar sögur um þetta allt þannig eg bara akvað það að eg ætlaði ekki að fá mænudeyfigu.

En svona klukkutima eftir að þessi mynd fyrir ofan var tekinn þa var eg komin með 8 i útvikkun og fulla rembingsþörf og gat bara ekki andað mig i gegnum verkina þannig svæfingar læknirinn var kallaður til og hann kom um half 11 minnir mig þó svo að eg hafi nu ekkert verið að fylgjast með klukkuni! en svo fekk eg þessa blessuðu mænudeyfingu og guð hjálpi mer hvað það var gott!! svo svona um half 12 voru vaktarskipti og þá koma Jóhanna ólafs ljosmóðir sem var lika með mig i mæðravernd og þa var eg komi með 10 i útvikkun og þa var bara ekkert eftir nema að rembast! Ég man bara ad eg vildi losna við þennan krakka ut og hun var komin i heimin klukkan 00:05 Fullkomin stelpa kom i heimin klukkan 00:05 og var hun 14,5 mörk og 49 cm! og va hvað það var gott ad fa hana i heimin!❤️ hefði Aldrei getað þetta án þess ad hafa kærastan minn hja mer og tengdarmóðir mina og svo ljósurnar sem stöppuðui mig stalinu allan timan! i dag er litla  músin min að verða 4 man og eg gæti ekki verið hamingjusamari! þangað til næst!

Valgerður

snap:valgerdurbjork

insta:valgerdurbjork93

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: