Fía Kynningarfærsla!

Kynningarfærsla!

Góðan daginn!

Ég heiti Ólafía Gerður en allir kalla mig Fía og ég var að bætast við í hópinn hjá mæður.com

Smá um mig.

Ég er 19 ára gömul a 20 ári og ég og kærastinn minn Arnar eigum saman eina 1 ars (14 mánaða) stelpu sem heitir Adríana Nótt.

Við búum í keflavík í augnablikinu en ég er frá hafnarfirði og stefnum við á að búa þar.

Ég er að vinna sem stuðningsfulltrúi hjá 6 strákum í 7.bekk í hraunvallaskóla (hljómar mikið eg veit en ekki eins mikið mál og það hljómar). Ég elska þetta starf En eining eru áhugamálin mín förðun,hreyfing, hjálpa öðru fólki og læra eitthvað nýtt á hverjum degi!

Ég er mjög spennt að byrja hérna og deila með ykkur því sem mig hefur langað að deila, allt frá alvarlegum hlutum, í laufletta skemmtilega hluti og leyfa ykkur að fylgjast með mínu lífi

😁