Fæðingar og meðgöngusagan mín!

Er ekki annars alltaf klassískt að byrja að skrifa um fæðingarsöguna sína?
Mér finnst það og ætla að segja ykkur soldið frá því og meðgöngunni minni.

Ég komst að því þegar ég var komin um það bil 3 vikur á leið að ég væri ólétt, engin einkenni nema ég var sein á túr, ákvað þegar eg var 10 dögum of sein að taka test og það kom alveg frekar sterk lína

Ég fór í snemmsónar 1.juli en enginn hjartsláttur komin sem gerði mig frekar stressaða, fórum aftur viku eða 2 seinna og þá kom í ljós hjartsláttur. Mér hefur aldrei liðið svona, með svona mikla ást í hjartanu eftir þetta. Ég var 17 ára, bjó hjá foreldrum og ekki með miklar tekjur en það kom aldrei til greina að fara í fóstureyðingu, það var reynt að ýta mér í það því við vorum ekki á góðum stað fyrir að fara eignast barn en við ákvöddum að við ætluðum að láta þetta ganga sama hvað.

Ég var mjög hrædd um að missa fóstrið, hljóp alltaf inná bað ef ég var með eitthverja verki eða fannst eins og það væri að blæða (sem var svo bara utferð) fékk þessa klassísku ógleði sem fylgdi líka með svima.
Ég var að vinna uppá flugvelli a þessum tíma, oftast brjálað að gera, mikið stress og álag sem varð til þess að það leið oft næstum yfir mig og var með stanslausan hausverk sem fór ekki sama hvað! Ég áttaði mig á því að þetta var bara útaf stressi enda á sömu mínútu og ég sagði upp þá fór þetta! Alveg magnað!
Ég fór að vinna i 10-11 um helgar. Það eru ekki margir vinnustaðir sem taka við óléttu konum en yfirmaðurinn minn þar var svo æðisleg og ræði mig til vinnu.
Meðgangan gekk mjög vel líkamlega fékk verki í 2 vikur sem voru án efa verstu verkir sem eg hef nokkuð tíman fengið! Voru það slæmir að eg svaf lítið sem ekkert, gat ekki setið eða staðið og ældi oft af verkjum. Eins og ég segi sjálf þá finnst mér eins og ég hafi fengið þessa verki í bakið allt samanþjappað í 2 vikur þar sem sumar konur eru illt i bakinu alla meðgönguna. En þótt hún hafi gengið vel líkamlega þá gekk hún ekki svo vel andlega sem eg mun svo tala um seinna.

Ég var alltaf með mjög litla kúlu og tók aldrei neinn eftir því að ég væri ólétt þangað til um áramótin og átti ég þá sirka 2 mánuði eftir

Á fyrri myndinni er ég komin 17 vikur og á seinni 36 vikur

Myndin hér fyrir neðan er ég komin 41 viku, sprakk pinu út seinustu vikuna ( viðurkenni samt að ég blæs aðeins magan út 🙈)

Ég var sett 6.mars en gekk framyfir, var komin af stað kl 16 þann 13.mars en svo fæddist daman kl 01:13 15.mars
Fyndið að segja frá því að pabbi minn á afmæli 13.mars, kærasti og barnsfaðirin minn 14.mars og svo Adríana Nótt 15.mars. Margir fiskar í kringum mig.
Fæðingin gekk vel að mestu leiti,var með glaðloft og fór í bað en gat ekki verið lengi í því þar sem mer varð svo óglatt og svimaði utaf hitanum þott baðið var bara i 37 gráðum, fékk 39 stiga hita og var svo föst í 8 í útvikkun í 4 tíma og þá var ákveðið að senda mig í bæinn til að fá mænudeyfingu sem átti vonandi að hjálpa til að klára útvíkkun sem það gerði!
Ég ætla ekki að ljúga að ykkur en mér fannst verra að fá mænudeyfingu heldur en að remba barninu út! Enda var ég með hita og ég er skíthrædd að fara bara í blóðprufu. Það gerði samt svo mikið að ná að hvíla mig smá en svo akkuratt á sömu sekúndu og klukkan sló miðnætti þá missti ég vatnið! Stelpan vildi greinilega eiga sinn eigin afmælisdag.
Var í hálftíma að rembast sem var hryllingur en samt svo æðislegt tilfinning þegar það er búið.

Þið sjáið að fæðingarsagan er í styttri kantinum en ástæðan fyrir því er að þetta er það eina sem ég man!
Allavega ætla ekki að hafa þetta lengra en þetta er fyrsta færlsan mín og vonandi fannst ykkur hún áhugaverð.
Mun koma með aðra færslu fljótlega 😁

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: