Kynning – Heiðrún Gréta

Halló halló.

Ég heiti Heiðrún Gréta og er 26 ára húsmóðir úr Breiðholti. Ég á yndislega mann sem heitir Ragnar og saman eigum við hann Úlf Loga sem er 6 mánaða og svo á ég hana Aríönu úr fyrra sambandi sem er að verða 3 ára í júní.

Ég er og hef alltaf verið ótrúlega opin manneskja og hef oft rætt opinskátt um andlega heilsu og önnur málefni sem öðrum þykir kannski óþægilegt að ræða. Þótt ég sé ung þá hef ég ótrúlega mikla lífsreynslu þar sem ég hef upplifað mikið og hef alla tíð gert mitt besta til þess að fræða og hjálpa öðrum. Ég hef lengi barist við mikinn kvíða og þunglyndi og ræði ég mikið um það.

Ég hef ótrúlegan áhuga á skrifum og hef lengi skrifað smásögur og ljóð. Einnig hef ég lúmskt gaman af ljósmyndun og ég elska að ferðast bæði innanlands sem og erlendis en draumurinn er að klára nám og fara í fjölmiðlafræði.

Mig hlakkar ótrúlega til að blogga hérna á maedur.com og mun ég koma til með að skrifa um allt milli himins og jarðar ♡

Heiðrún Gréta