Nýr meðlimur – smá kynning

Hæ!

Ég heiti Gunnur og er nýr meðlimur hér.

Ég er 24 ára að verða 25, tveggja barna móðir og bý á vestfjörðunum með börnunum og kærastanum mínum honum Almari.

Eldri strákurinn minn heitir Ólafur Fenrir, kallaður Óli og er hann að verða 6 ára í haust og byrjar í grunnskóla eftir sumar (vægt hjartaáfall)

Svo á ég eina dömu eða einhverskonar púka eiginlega sem heitir Villimey Rún (nafnið VILLImey segir sig sjálft) sem er rúmlega 8 mánaða, fædd í ágúst 2017 og gerir mig gráhærða á hverjum degi, en hún er sæt svo það er allt í góðu.

Ég hef áhuga á lestri (eða hafði, VILLImey passar að ég eyði ekki tíma í annað en hana), útivist (þegar ég nenni út), skemmtilegu sjónvarpsefni (ég er smáá sófaklessa), að búa til eitthvað (föndur, mála t.d eða bara skemma eitthvað) og auðvitað að mömmast, þrífa og elda og svona.. love it

Ég vinn sem verkstjóri í vinnslu Arnarlax en er í fæðingarorlofi og er að klára það.

Ætla ekki að hafa þetta lengra, getið fylgst með mér á instagram og/eða snapchat.

🤙🤙

http://www.instagram.com/gunnurbjornsd