5 uppáhalds á YouTube

Villimey dóttir mín fer að sofa klukkan 22 öll kvöld sem er æði, EN hún vill að ég fari að sofa með henni klukkan 22 öll kvöld annars verður allt brjálað hérna.
En halló ég næ ekkert að sofna alveg strax og er oft bara að tjilla uppí rúmi til miðnættis.. og hvað annað á kona að gera en að hanga á youtube ?
Mig langar að deila með ykkur mínum uppáhalds því kannski.. bara kannski er einhver þarna úti í sama tjilli

Mr. Kate

          Ég er nýlega byrjuð að horfa á Mr. Kate og er orðin húkkt, þau eru tvö, Kate og Joey og sjá um að breyta heimilinu hjá fólki under budgeti, fara líka heim til annara youtube stjarna og breyta þar. Svo sýna þau líka frá breytingum á sínu eigin heimili.
Þau eru með nokkra þætti á rásinni og mæli klárlega með þeim.

mr-kate-youtube

2. Style Mom XO

Mömmu youtube-ari, sýnir frá sínu lífi og mikið um þrif á rásinni hennar sem mér persónulega finnst gaman að horfa á, sem er kannski skrítið en ég bara verð súper slök við það.

maxresdefault

3. Jamie Genevieve

Skosk makeup gúrú, gjörsamlega elska hana og hreimurinn skemmir ekki fyrir (smá girl crush í gangi) Hún og unnustinn hennar Jack eru með svona weekly vlogs og það kemur alltaf nýtt á sunnudögum sem ég bíð alltaf spennt eftir. Eru mikið að ferðast og hafa gaman. Svo eiga þau líka sætann hund sem heitir Drogba og hann er á Instagram svona ef þið viljið krútta í ykkur.

maxresdefault (1)

4. VasseurBeauty

Mömmu/lífstíls rás sem fjallar um þrif, skipulagningu, diy og fl. fæ mjög oft góð ráð frá henni hvort sem það tengist þrifum eða skipulagningu.

diy-gift-thumbnail-bright

5. The Sorry Girls

Kelsey og Becky eru með þessa rás og eru aðallega um diy.
Finnst gott að kíkja á þær til að fá smá inspo. Mæli klárlega með ef þið eruð mikið fyrir diy, skreytingar og svona.

maxresdefault (2)

__

Þetta eru mínar 5 uppáhalds og ég missi ekki af neinu frá þeim og mæli sjúklega mikið með, sérstaklega mr. Kate!

ps. Ef þið vitið um eitthvað skemmtilegt sem er svipað og Mr.Kate þá eeendilega látið mig vita.

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s