Hvað breyttist þegar ég varð foreldri?

Það breytist svo mikið ef ekki allt í lífi þínu þegar þú tekur við foreldra hlutverkinu. Það eru lang flestir sem hugsa „er ég tilbúin til að verða foreldri?“. Ég held persónulega að það sé bara hræðslan við breytingar á lífinu.

Að eignast barn er örugglega besta breyting sem ég hef upplifað en þetta er á sama tíma rosalega krefjandi starf.

Áður en ég varð mamma var ég yfirleitt alltaf útsofin og varð ekki í góðu skapi þegar ég var vakin eða þurfti að vakna þegar ég var ekki búin að sofa nóg.
Þegar ég varð foreldri þá finnst mér alltaf þess virði að vakna þegar strákurinn minn vaknar og er aldrei pirruð þegar hann vekur mig á nóttunni, sest alltaf upp og brosi framaní strákinn minn. Áður datt mér ekki í hug að ég gæti verið svona hamingjusöm við að vera vakin.

Áður leiddist mér yfirleitt þegar ég hafði ekkert að gera, hef ekki fengið þá tilfinningu síðan litli kom í heiminn. Ég elska að spjalla við hann og leika við hann. Þegar hann brosir, hlær og reynir að tala það er liggurvið besta skemtun sem ég get ímyndað mér.
Er aldrei ein lengur og gæti ekki beðið um neitt betra en það.

Það kannast líka örugglega allir sem eru ekki foreldrar við það að líða einhverntíman eins og lífið sé tilganslaust. Nokkuð viss um að allir foreldrar geti staðfest það að barn gefur manni mesta og besta tilgang sem til er.

Áður en ég varð foreldri var ég alltaf að pæla í hvernig ég gæti breytt til í lífinu mínu því ég fékk egilega alltaf ógeð af öllu sem ég gerði (td. skólanum og vinnunum sem ég vann í). Að vera foreldri er breyting sem er öðruvísi hvern einasta dag. Maður alveg elskar að horfa á barnið sitt vaxa og læra nýja hluti.

Mér líður samt alveg stundum eins og ég þurfi smá mömmu frí, td eins og að fara í bíó, út að borða, verslunarferð, smá djamm eða göngutúr bara með maka og/eða vinum. Alltaf þegar ég fer í svokallað „mömmufrí“ þá á ég það til að sakna litla rosa mikið og fer að hlakka til að fara heim og knúsa hann þótt að ég sé að skemmta mér þvílíkt.

Mitt comment á það þegar fólk segist ekki vera tilbúið í þessar breytingar er að þetta job er það yndislegasta sem ég hef upplifað og ég þekki engan sem hefur endanlega séð eftir þessu. Þessi ást er ólýsanleg og það er ekkert sem er verðmætara en barnið þitt.

-Eva Rut