Kynning – Kristný Maren

Hæhæ, Kristný heiti ég og verð 19 ára í ágúst. Ég er nýr meðlimur á mæður.com.
Ég hef mjög mikinn áhuga á ljósmyndun og mun alveg örugglega koma til með að blogga eitthvað um það, síðan er það bara tónlist og allskonar bras, ég þarf bara að finna mig almennilega aftur.
29313414_1685853451504880_1672954667337777152_n

Ég bý með kærastanum mínum Arnóri og strákunum okkar tveim sem eru Gabríel Ares, hann verður 8 ára eftir rúmlega 2 vikur og Benjamín Eyvar sem verður 8 mánaða eftir viku nákvæmlega.

32741989_1746188638804694_1856149427832487936_n32699898_1746188752138016_4764520694488760320_n32395231_10155878450528241_1998694040857477120_n

Gabríel er stjúpsonur minn en ég á alveg mjög mikið í honum og þykir svo vænt um hann að stundum gleymi ég „stjúp“ orðinu, skiptir mig engu máli elska hann alltaf sama hvað. Hann er í skóla á Akureyri og æfir fimleika þar, en kemur til okkar á Dalvík um helgar og í fríum. Hann er mjög aktífur, flottur og skemmtilegur.
32458584_1746188668804691_7722535967701073920_n32536337_1746188805471344_9066385501807706112_n32565058_10155878450583241_1573761594477772800_n

Benjamín fæddist 21. september klukkan 11:35, en settur dagur var 16. október. Fæðingin gekk ekki vel og þurfti að taka hann með sogklukku, man rosa lítið eftir henni. Missti vatnið um 23:00 daginn áður en fann ekki neina verki, var mætt uppá spítala um 02:00 leitið minnir mig.. Fengum herbergi um 03:00 og ég náði að sofa til svona hálf 5, en klukkan hálf 6 var ég alveg að drepast en ég var ekki skoðuð fyrr en klukkan ca 8 um morguninn, þá var ég bara með 6 í útvíkkun. Korteri seinna var okkur svo komið fyrir inná fæðingaherbergi. Eftir það er minnið mjög blurrað, en fer útí það seinna í annari færslu. Hann var 46cm og 2306g.

Arnór er 28 ára og er í fullri vinnu, á meðan ég er að klára fæðingarorlof og leita mér að vinnu. Við erum búin að vera saman í næstum því 2 ár núna. Ég er bara virkilega heppin með mann og strákarnir heppnir með pabba.

 

EN þetta er ekki aaalveg búið!
Þetta er Max franski bolabíturinn og Jésú kisinn okkar.

 

Nú byðst ég afsökunar á langlokunni, og kveð í kvöld.

Instagram: kristnymm