DIY málverk (auðvelt)

Hæ! Langaði að deila með ykkur auðveldu DIY verkefni.

Það sem þið þurfið:

  • Akrýl málning að ykkar vali
  • Strigi
  • Vatn
  • Plastglös
  • Eitthvað til að blanda með

Fyrir þessa mynd valdi ég fjólugráan, vínrauðan, gull, hvítan og svartan.

___

Byrja á að hella málningunni í glös og blanda vatni út í til að gera málninga þynnri (cirka 3 msk) og blanda vel.

Næst helli ég smá úr hvoru glasi í tómt stærra glas þangað til málningin er öll komin í, t.d helli hvítum, svörtum, gull, rauðum og fjólu og svo aftur hvítum, svörtu etc. Og helli svo málningunni á strigann.

Svo bara leikið þið ykkur með rest, snúið striganum í allar áttir svo málningin fari yfir allan strigann.

Og voila!

Svo bara lakka yfir, ég nota lakk sem glansar.

Hér er ein önnur sem ég gerði, notaði svartan, hvítan og silfur.

Þangað til næst ♡

http://www.instagram.com/gunnurbjornsd
received_2129257630642200840566080.jpeg