Meðganga og fæðing Róberts.

þann

Eins og kom framm í fyrri pistli frá mér hér var ég komin 22.vikur á leið þegar meðgangan uppgötvaðist. Þannig biðin mín var mun styttri en gengur og gerist.
Settur dagur var 16 febrúar 2010 og ég gekk 5 daga framm yfir.

instasize_180517133227

Andleg heilsa – Hún var engin. Ég þurfti að hætta í skóla og fá heimakennslu, eineltið var of mikið ofan á allt hitt. Ég einangraðist mikið og eyddi öllum mínum stundum heima með barnsföður mínum. Ég var mikið á milli tannana hjá fólki og það var ekkert sparað orðin á almenningsstöðum í minn garð. Ég naut þess ekki að vera ólétt, ég skammaðist mín.
Meira um það í annarri færslu.

Líkamleg heilsa – Ég var ótrúlega heppin með meðgöngu, var reyndar með mikla grindargliðnun en hún háði mér ekkert þar sem ég var jú alltaf bara heima uppí rúmi. Fékk snemma fyrirvaraverki sem var bara dagamunur á.
Ég fékk meðgöngueitrun í endann og var því í auknu eftirliti alveg framm að fæðingu.

instasize_180517133357
Seinasta bumbumyndin áður en hann fæddist.

Ég fór sjálf af stað rétt fyrir miðnætti 20 febrúar 2010, en var send heim með verkjatöflur þangað til þetta væri byrjað fyrir alvöru. Ég var ekki komin inn heima hjá mér þegar ég hélt ég væri að deyja – dramatískt ég veit.
Ég fékk mænudeyfingu um leið og ég kom uppá fæðingardeild, það var engin pása á milli þeirra og ég andaði að mér piparmyntu.
Ég sofnaði stuttu seinna og svaf til 06:30, þá var mænudeyfingin hætt að virka öðru megin og virkaði ekki þrátt fyrir ábót. Við færðum okkur um herbergi uppúr 8 um morguninn.
Róbert Leó var farinn að sýna greinileg merki um þreytu, þannig það var kallað á fleiri ljósmæður og lækna. Áður en ég veit af er ég byrjuð að rembast, sogklukka sett á hausinn hans, ég klippt og hann tekinn út með látum. Hann fékk 5 í apgar þegar hann fæddist, en 10 í apgar 5 mín seinna.
Hann fæddist 21 febrúar kl 09:28, hann var 3185 gr og 52 cm – fullkominn!
Vegna þess að ég var bara 14 ára þá fengum við að vera á sængurkvennadeildinni í 5 daga, hann átti erfitt með að taka brjóstið rétt svo ég notaðist við hjálparbrjóst.

instasize_180517133415.png
Nýfæddur og krumpaður.

Snapchat – evarun95 // Instagram – evarun95