Sagan mín

Mig langar að tala um soldið viðkvæmt málefni sem eg hef sjálf aldrei séð talað um.
Meðgönguþunglyndi! Hef bara heyrt tala um fæðingarþunglyndi en ekki nógu mikið.
Ég hef verið með þunglyndi og kvíða í mörg ár og þegar eg varð ólétt versnaði það.
Ég átti nú þegar ekki margar vinkonur eða vini lengur því eg lokaði a alla eftir að eg lenti í bílslysi a jóladag 2015.
Þessir fáu vinir sem eg átti eftir hurfu þegar mér byrjaði að líða verr. Ég lokaði á alla því mér leið svo illa, það var mikið í gangi sem gerði ekkert betra en ætla ekki að tala um það því eg treysti mér ekki í það. Kannski geri ég það seinna.
Ég var með æðislega ljósmóður a heilsugæslunni Sólvangi í Hafnarfirði.
En ég þorði samt ekki að segja henni hvað mér líði illa, eins og þið sáuð í fyrri færslunni minni þá gekk meðgangan vel líkamlega og ég talaði bara um það við hana.
Ef hún spurði mig hvernig mér líði þá sagði ég að mér líði bara vel, var mjög spennt en samt línu stressuð en ekkert alvarlegt, það var langt frá því að vera sannleikurinn, eina manneskjan sem vissi að mér liði illa var kærastinn minn en hann vissi samt ekki hversu mikið illa!
Ég var að berjast við að skaða sjálfan mig en var buin að halda mér frá því í 1 ár (minnir mig).
Líðan mín á meðgöngunni var viðbjóður! Mig langaði ekki að lifa, var í þvílikum sjalfsvigshugsunum, ég hugsaði að allir væru bara betri ef ég myndi fara úr þessu lífi. Ég var mjög sjaldan spennt yfir að fá dóttur mína í heiminn, hún var mjög active og sparkaði mikið. Ég kippti mér sjaldan upp við það, var ekkert spennt. Ég fékk nóg og skaðaði sjálfan mig til að finna eitthvern annan sársauka og finna að ég væri á lífi. Þetta var eitt skipti og ég sé enþa eftir því í dag. En núna er ég búin að vera clean í 1 og hálft ár sirka og ég er mjög stolt af því þó ég segi sjálf frá!

Þegar það byrjaði að sjást á mér leið mér enþa verr með sjálfan mig Ég var ekki að fýla að vera með bumbu fyrir framan mig, hún var ekki stór næstum alla meðgönguna en jafnvel bara þessi litla breyting gerði þvilikan mun fyrir mig! Svo þegar bumban sprakk út þá forðaðist eg það enþa meira að fara yfir húsi, var oftast í mjög góðum fötum svo sem minnst myndi sjást.

Skrítið? Já mér finnst Það. Allar konur sem eg hef þekkt sem verða óléttar elska bumbuna og finna fyrir bumbusakni eftir meðgöngu. Dóttir mín er 14 mánaða og ég sakna þess ekkert að hafa verið með bumbu.

Fyrstu mánuðina hjá dóttur minni voru hræðinlegir, ég hafði ekki áhuga á henni, ég náði ekki að tengjast henni. Ég gerði það sem eg þurfti að gera, skipti á henni, gaf henni að drekka, svæfði hana.
En ég var mjög lítið að spjalla við hana og leika. Kærastinn minn talaði oft við mig um þetta og sagði að ég héldi á henni bara eins og dúkku.
Þegar ég var ólétt þá var ég að bíða eftir að komast í FMB teymið (fæðing, meðganga, barn)
Það er svona eins og sálfræðingur nema þú tekur barnið með þér og konan sem þú færð hjálpar ykkur að tengjast.
Þegar dóttir mín fór i 6 mánaða skoðun þá var ég hreinskilin við hjúkkuna í mæðraskoðun með hvernig mér leið. Hún gaf mér tíma næsta dag hjá lækni og ætlaði ég að prufa að fara á lyf.
Fyrstu 3 vikurnar sem eg var á lyfjunum voru hræðileg en svo varð það betra.
Ég náði loksins að tengjast dóttur minni, ég elskaði hana alltaf en tengingin var ekki til staðar.
Þegar við náðum að tengjast var allt æðislegt. Hún er klárlega það besta sem hefur komið fyrir mig.
Ég braut sjálfan mig niður í marga mánuði fyrir að láta líðan mína ganga yfir þetta. En núna sé ég að andlega heilsan mín er mikilvæg, ef mér líður vel þá líður dóttur minni vel.
Fmb teymið bjargaði mér, ljósmæðurnar björguðu mér, hjúkkan mín bjargaði mér.
Án þeirra veit ég ekki einu sinni hvort ég væri hérna enþa í dag eða uppá geðspítala lokuð inní og tekið barnið af mér.
Ég á enn helling eftir að vinna út sem gerðist í fortíðinni ég veit það alveg enda er ég komin til sálfræðings til að hjálpa mér er líka byrjuð að hreyfa mig og breyta lífsstíl með hjálp einkaþjalfara! Ég er aðeins sáttari við sjálfan mig og þjálfarinn minn er mjög góður í að styrkja sjálfstraustið og yta manni áfram.

Ég fór til hans í dag og eins og hann sagði “ það er enginn fullkomin. Ég sé myndarlega stelpu sem langar að vera heilbrigð og breyta lífsstíl. Þú horfir a þessa stelpu og hugsar hvað hún er sæt og flott a meðan kannski þessi stelpa hugsar hvað þú ert sæt og flott og svo heldur hún áfram að æfa.“

Ég stefni á stórt i lífinu.
Ef þú sem ert að lesa þetta finnur fyrir eitthverjum vanlíðan, hvort sem þú ert ólétt, með barn eða ekki. Fáðu hjálp, biddu um hana, ef þu ert hrædd/ur við það taktu stóra skrefið því það er svo ekki eins slæmt og maður heldur. Ef þú ert of stolt/ur með sjálfan þig og vilt ekki viðurkenna það, kyngdu stoltinu! Það er ekkert að því að fá hjálp og vinna úr sínum málum.
Ég vildi skrifa um þetta til þess að hjálpa mér og vonandi nær þetta að hjálpa öðrum.

ÞANGAÐ TIL NÆST!
FÍA

Snap- fialitlax98
Insta- fiulius98

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: