Bara stjúpan

Ég ligg núna upp í rúmi, búin að velta því fyrir mér núna í nokkra daga hvort ég eigi að setja inn þessa færslu, en hérna kemur hún!

Þegar ég opnaði snapchattið mitt blöskraði nokkrum þegar ég setti inn myndir eða myndbönd af stjúp dóttur minni, aðallega af því á þeim var hún að kalla mig mömmu. Í kjölfar þess fékk ég helling af skilaboðum, flest þeirra um hvað það væri æðislegt og fallegt hvað barninu líður vel.

,,kallar hún þig mömmu?”

,,já”

,,frekar skrítið”

,,hún á líka stjúp pabba sem hún kallar pabba”

,,það er allt annað”

Ástæðan fyrir því að mig langaði að skrifa um þetta er til að sýna þeim sem voru til dæmis að senda mér.. já til að vera hreinskilin niðrandi hluti um stjúp titilinn, hvernig það er.

,,viltu ekki taka það fram að þú eigir ekkert í þessu barni“

Í byrjun tók ég það virkilega inná mig þessi skilaboð vegna þess að ég var að gera nákvæmlega sömu hluti fyrir stjúp dóttir mína og dóttir mína. Ég hef og mun aldrei gera upp á milli stelpnanna minna, stjúp eða ekki þær verða alltaf dætur mínar.

,,finnst frekar asnalegt að hún kalli þig mömmu þegar þu ert það ekki”

Ég man enþá svo vel eftir því þegar hún kallaði mig mömmu í fyrsta skiptið, við höfðum ekki þvingað hana til þess eða ýtt henni í það heldur ákvað hún alveg sjálf að hún ætti tvær mömmur! Hversu æðislegt er það?

Ég réð ekki við mig og tárin byrjuðu að leka hjá mér, að henni skuli hafa liðið þetta vel í kringum mig!

,,svo lengi sem mamman er í myndinni á barnið bara eina mömmu”

Þegar ég tók við þessu hlutverki vissi ég ekkert í hvað ég væri að koma mér í, ég var aldrei og mun aldrei reyna stíga í stað neins, Barnið fékk að velja og hún valdi.

,,það er ekki eins og þetta sé erfitt, þú ert bara stjúp mamman”

Mig langar að gefa ykkur smá innsýn í Lífið mitt og hlutverkið “bara” stjúp mamma.

Fyrir nokkru síðan flutti stjúp dóttir mín til okkar þegar ég var ný búin að eiga yngri dótturina. Ég vek báðar stelpurnar, skipti á þeim báðum, labba með þær í leikskólan og sæki stjúp dóttir mína í leikskólan, ég baða þær, gef þeim að borða, ég klæði þær og kyssi á báttin.

Þegar ég hef lausan tíma yfir daginn nota ég hann í að ganga frá og þvo þvott.

Þegar hún varð veik, vakti ég með henni á næturnar, huggaði hana og reyndi allt sem ég gat til að reyna láta henni líða aðeins betur.

Núna stöndum við saman í klósett æfingum sem ganga betur og betur með hverjum degi.

Ég er stór partur af lífi barnsins, ég er einhver sem hún treystir á, ég er uppeldisaðili í lífinu hennar og ég er “bara” stjúpan.

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: