Förðunarvörur

Ég ætla að sýna ykkur mínar Uppáhalds förðunarvörur.

Ég hef mjög mikin áhuga á að mála mig, allt frá hversdags og yfir í liti.

Ég mála mig þegar húðin mín leyfir mér það, ég er með exemhuð og finnst óþæginlegt þegar það er slæmt að vera með á andlitinu.

En hérna eru mínar uppahaldsvörur sem eg held mikið uppá.

1. After shave lotion for men frá Nivea!

Þennan nota ég sem primer, finnst hann mjög góður þótt hann sé ekki hannaður sem primer, hann hentar minni húð og meikið helst á allan daginn án vandræða

2. Push up angel

Þessi maskari er frá maybelline, ég hef átt mjög marga maskara og blandaði þeim alltaf saman því mér fannst einn og sér ekki nóg og ég setti mjög mikið til að vera ánægð með lookið. Þessi maskari er klárlega sá besti sem eg hef keypt, ýtir augnhárunum upp, greiðir þau vel og það þarf ekki mikið af honum! Algjör snilld!

3. Moon child higlighter!

Andjóks bara VÁ!! Ég sá þessa á aliexpress og fannst hún lýta mjög vel út en hún kostaði eitthvað í kringum þúsund kall, ég bjóst við að þetta væri eitthvað drasl vara en hún kom mér svo sannarlega á óvart, ég nota mikið fjólubláu litina a kinnarnar og í augnkrókanna en hina á nefið,fyrir ofan vörina og smá á hökuna. Beið í mánuð eftir henni en svo þess virði og ég get ekki verið án hennar!

4. Litapalletta

Ég fékk þessa pallettu í fermingargjöf, týndi henni en fékk svo nákvæmlega sömu frá vinkonu minni sem stóð bara uppá hillu og safnaði ryki, mér finnst gaman að leika mér mér liti og í þessari eru 120 litir! Algjört Æði!

5. 24k og the rock nudes

Palleturnar í nudes línunni frá maybelline eru ótrúlega fallegar! Þessar tvær frá þeirri línu eru í Uppáhaldi hjá mér. Rosalega fallegir litir sem klikka ekki! Hver fylar ekki 24k með Bruno Mars? Þessi palletta er hönnuð eftir plötunni hans og the rock nudes er með mjög fallega liti! Það sem eg dyrka við palleturnar frá maybelline er að bakvið þær eru synidæmi um hvað litir passa best saman og hvernig, hjálpar mjög vel þegar eg stend alveg á gati yfir hvað ég á að gera!

6. Eyeliner

Eyelinerinn frá maybelline er rosalega þæginlegur, penni sem kemur ekki of mikið úr, auðvelt að stjórna hvort sem þú vilt litla,stóra, þykka eða þunna línu eða vængi til að trompa lookið!

7. Bronze

Mamma mín keypti þennan bronzer í primark fyrir mig þegar hún var úti, hann gefur léttan ljóma sem hentar vel í hversdagsförðun eða ehv létt. Ótrúlega þæginlegur

8. Mermaid of the sea!

Ég var búin að sjá þessa palettu á auglýsingum sem koma á facebook og instagram, hélt að þetta væri bara eitthvað bull en ákvað svo að kýla á það! Ég eeeeeeeeeelska glimmer finnst glimmer gera svo mikið, ef ég er með mjög plain augnförðun sem er í sama lit næstum því finnst mér flott að setja eitthvern annan lit sem passar við förðunina eitthverstaðar á augað. Það er einn galli við þessa vöru, ég á eftir að finna góða leið en það er tricky að setja glimmeri á réttan stað, en þetta er að koma! Gengur betur núna heldur en það gerði fyrst.

Þetta eru mínar uppahaldsvörur og ég mæli mjög mikið með þeim.

Snap- fialitlax98

Insta- fiulius98

Ég er að pæla í því að setja inn á snappið okkar hversdagsförðun og svo eitthvað annað. Ef það er áhugi fyrir því þá endilega látið mig vita!

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: