Karlinn minn er óður.

Á rólegu vorkvöldi er fátt betra en þægilegt miðnætur rölt með Maxin minn og láta hugan reyka. Ég tala nú ekki um eftir svona fárviðri eins og helgin hefur boðið uppá. Umhverfið gefur fuglunum tóninn, allt svo blautt og dempað og á svona litlum stöðum eins og ég bý á getur kyrrðin verið svo gífurleg að hvert smáhljóð virkar eins og hugleiðsla eða jafnvel dáleiðsla.

Það eina sem vantar uppá á svona momenti er að halda í hendina á manninum mínum og bara þegja saman og finna orkuna frá hvort öðru og drekka í okkur orkuna sem náttúran skildi eftir þegar hún þeyttist um landið í brjálæði sýnu… Fylla batteríin sem tæmast oftast eftir daginn, þegar þú átt mjög aktívan ákveðin 8 ára strák sem er á því millibilsástandi að vera barn og að verða unglingur og veit ekki alveg í hvorn fótinn hann á að stíga, 8 mánaða gleðipinna sem ákvað að leggja gleðina til hliðar tímabundið meðan á tanntöku stendur, nennir ekki að leggja sig og finnst allt pirrandi, díla við „þennan“ tíma mánaðarins hjá sjálfri mér og búa með geðveika kallinum mínum sem er alltaf á öðru hundraðinu hingað þangað… helst með 10 járn í eldinum 1000 pælingar og þolir ekki að sólarhringurinn sé bara 24 tímar.

Já ég sagði geðveika kallinum mínum. Af því ég má það.. Af því hann er það og það á ekki að vera neitt feimnis mál að tala um það. Hann er alls ekki feimin við það, gæti talað um sína kvilla við hvern sem er og hlegið að því hvernig hann er. Stundum er það oft á dag þar sem ég kem að honum hlægjandi eða hrista hausinn yfir því hvernig hann virkar. En að vera eins og hann er getur bæði verið skuggalega erfitt, skuggalega skemmtilegt, krefjandi og gefandi – ef maður nær að láta allt virka saman á réttan hátt. Hann er búin að vera á mjög góðu róli í langan tíma. Enda hefur hann/við unnið að því lengi hvað hann þarf að gera og hvað hann þarf ekki að gera til að jarðskjálftamælirinn í hausnum hans sé stable.

Hann spurði mig um daginn hvort ég ætlaði ekki að fara að skrifa eitthvað í bloggið. Drifkraturinn er að fara í aðra hluti þessa daga og hann með sitt auga tekur eftir því og hvetur mig áfram. „ég er alveg lokuð núna, veit ekkert hvað ég á að skrifa“ segi ég og held áfram að brasa. „skrifaðu bara um mig! Með undir skriftinni – að búa með geðsjúkling, eða Kallinn minn er óður! Segir hann glottandi „eða eða eða 10 húsráð með geðhvörf á heimilinu. Ég hristi bara hausinn en hlæ samt af þessu. En eins og venjulega náði hann að sá fræi þarna inn og ég ákvað að vaða bara í þetta eins æðibunukent og þetta kann að hljóma.                                                                                                                 Kannski hjálpar þetta einhverjum… Kannski vekur þetta einhvern.. Kannski tengir einhver sterklega við þetta, hvað sem það verður þá verður það eitthvað

Í samfélaginu eins og við þekkjum það(sem er alltaf að breytast til batnaðar en lengi getur gott bestnað) væri það orðað þannig að hann „þjáist“ af OCD(þráhyggju), ADD, Bipolar, Manísku þunglyndi og Alkahólisma. En eftir að hafa kynnst honum og hvernig hann er og hvað það hefur kennt mér veit ég ekki hvort „þjáist“ eða „þjáning“ eigi endilega við nema þegar að sjálfsögðu þetta hefur neikvæð áhrif á hann eða okkur. Nú orðið ber minna á þessu nema hvað hann fær alltaf vægar sveiflur af og til. Sérstaklega ef hann gleymir einhverju í rútínuni. Það þarf ekki að vera nema eitt smáatriði til að hann finni dagamun á sér. Það er margt sem hann þarf að huga að og muna og sem óvirkur fíkill sem hann er, með neyslusögu til 10-11 ára er ég mjög virk í því að pota í hann til að minna hann á hlutina. Af því sama hvað hann leggur á sig, skipuleggur sig, með allt sitt innsæi, hæfileika og greind þá eru sumir hlutir sem heilinn hans bara einfaldlega ræður ekki við…. til dæmis að muna. Mesta snilldin við þetta er að það eru oftast einföldustu hlutirnir sem eru erfiðastir en svo eru það flóknu hlutirnir sem eru ekkert mál hjá honum. Hver dagur er ævintýri og öll ævintýri fara upp og niður en þau enda alltaf vel. En ég get lofað ykkur því að enginn dagur er eins.

Arnór er úr mjög spiritual og náttúrudýrkandi fjölskyldu, ég vill meina að ef hann væri kona á miðöldum hefði fyrir löngu verið búið að brenna hann. Ég veit ekki ennþá beint hversu opin ég er fyrir yfirnáttúrulegum hlutum en næmnin sem hann býr yfir lætur mig virkilega hugsa mig tvisvar um.

Hann ber stundum óþolandi mikla virðingu fyrir náttúrunni og lífríkinu. eins framandi fyrirbæri og allt sem ekki talar, hreyfir sig eða sést var fyrir mér þá hefur það opnast meira og meira fyrir mér að við lifum inní of flóknum heimi til að allt í heiminum meiki sense. Kosmósið sér um sitt, karmað sér um sitt og náttúran sér um sig,  allt sem þú gefur færðu til baka.

Það er hægt að líkja því við að hann stígur ekki á grasið til að eiga það inni hjá því seinna ef hann myndi detta að tryggi honum mjúka lendingu og grípi hann, og ég sver að ég hef horft uppá mörg svona lík dæmi. Þetta fær mig til að trúa því með honum að það sé klárlega eitthvað okkur æðra sama hvernig hver og einn túlkar það. Lyfin og rétt greining er að hans mati númer 1 2 og 3. Fíkninn stjórnar og ef hún er til staðar þá þarf að kæfa hana áður en maður tekur á öðrum kvillum. Það þýðir lítið að bryðja lithium, venlafaxin og fara svo og fá sér í feitan og halda að það sé allt í góðu… það steikir þig að sjálfsögðu margfalt. En til að dagurinn gangi sem best skiptir mataræðið gífurlega miklu máli. Hann fylgist mjög vel með því, mörg óþarfa aukaefni geta verið trigger, of lítið af þessu, of mikið af hinu.. allt skiptir máli að sé rétt og síðustu ár eftir að hann varð edrú hafa farið í það hjá honum að finna rétt hlutföll af hverju og einu. Hreyfinginn í hvaða formi sem er annað. Því betur sem hann losar orkuna sem við söfnum að okkur á hverjum degi því hreinni hugur. Það er  eins og allt annað – einstaklingsbundið, hversu mikið eða lítið hann þarf en ef hann er alveg úrvinda þá kikkar athyglisbresturinn inn, en ef útrásin er of lítil þá fer manían að banka á dyrnar og eftir maníurnar kemur niðursveiflan. Ég veit ekki hvort er verra.. en í síðustu uppsveiflu var hann að vinna allt upp í 16-18 tíma á sólarhring og þar af leiðandi var hann lítið að sinna sjálfum sér, passa sig… af því að það var ekki tími í það hjá honum – sagði hann. En málið er að hann gaf sér einfaldlega ekki tíma. Á þessum tíma koma hugmyndir hjá honum á færibandi, allt að gerast. Sem betur fer segi ég nú bara erum við ekki að drukkna úr peningum því hann fær kannski hugmynd um að kaupa iðnaðar róbót og myndi hiklaust gera það en daginn eftir er hann kominn með hausinn eitthvað allt annað og hefur engan áhuga á róbotnum lengur. En hann hefur sem betur ferið mjög gott innsæi og hann tekur leiðbeiningum þótt hann viðurkenni það oft ekki strax að hann sé að fara fram úr sér þegar ég kem og bendi honum á að slaka á,  en kemur svo til mín og segir „takk fyrir að banka í mig“  mjög stór kostur er að skammast sín ekki fyrir hver hann er og þeir sem þekkja Arnór vita að það er langt frá því að hann geri það, eins og hann segir sjálfur þá finnst honum best að líkjast skoppandi jólatréi en feimnin hans heldur oft aftur af honum.

Hann vill meina að hann hafi alltaf verið utan við sig, fljótfær og inverted eins og það er kallað en annað – eins og manían og geðhvörfin staðhæfir hann að séu fylgikvillar neyslunar.  Þráhyggjan er hlutur sem hann virkilega hlær oft að. Hann getur ekki klárað franskarnar ef tvær eru teknar af disknum, reyndar eru strákarnir okkar alger undantekning og ég að mestu leiti(ekki öllu) en allt annað er alveg lokuð bók. Að drekka úr glasi tvisvar á sama stað var alveg lokuð bók og hann verður að taka ákveðið magn af sopum í einu þannig að ef hann sér að það er ekki nóg í glasinu vandar hann sig við að bæta í það akkúrat réttu magni svo hann geti klárað úr því. Hnetusmjör er í alvöruni kvalarfullur ótti, hann skilur einfaldlega eftir sig skuggan ef það gengur hnetusmjör lausum hala í sama rými og hann er í og hann veit ekkert afhverju. Það fyndnasta er að ef hann labbar framhjá vask og er með í vörinni þá verður hann að losa, alveg sama þótt hann hafi verið að setja í, þannig hann tekur stóran sveig fyrsta hálftíman eða klukkutíman framhjá öllum vöskum. Hann samt höndlar margar aðstæðurnar í dag þegar hann hefur gefið sér tíma í þá sjálfskoðun en oft tekur það alveg gífurlega á hann.

En hugarflug manns með svona hvatir er alveg gífurlegt. Það fljúga endalausar hugmyndir í gegnum hann og hvatningin sem ég fæ til að gera eitthvað úr mínum hugmyndum er sífelld, ein af hverjum 100 hugmyndum hlýtur að vera góð. ef hann hefur áhuga á einhverju þá krifur hann það í frumeindir þangað til að hann er orðinn doktor í viðkomandi hlut. Hann ákvað áramótin 2015/2016 að gefast upp á langri neyslusögu og fór í meðferð. Eina leiðin til að það gangi eins best og kostur er að gefast alveg upp, ekki næstum. Æskan og árin á undan einkenndust af reiði, ótta og minnimáttarkennd sem hann ákvað að sturta niður og horfa fram á við. Don‘t look back because i‘m not going that way og hann er eins staðfastur og fjall á því lífsmottói. Hann eins og margir aðrir hafa verið oft að dansa á brún lífsins sem þessi ömurlegi sjúkdómur leið mann alltaf á. Gert sér gangstéttarbrúnir í öðrum löndun að góðu sem svefnstað, gert hluti sem enginn sem ekki hefur lent í getur hugsað sér að manneskjan sé fær um. horft á eftir ógrynni að vinum og kunningjum kveðja þetta líf. Sem betur fékk fékk hann einhvern styrk til að standa upp og ákveða að hér ætlaði hann að vera áfram sama hvernig hann færi að því. Sjúkdómurinn einkennist af föllum eins og þunglyndi einkennist af depurð og það versta sem þú gerir ef þú misstígur þig er að berja hausnum í veggin og lasta sjálfan þig í sjálfsvorkun og reiði. Stattu upp, viðurkenndu og haltu áfram réttu striki. Hann hefur eins og flestir aðrir alkar misstígið í sig í batanum en reis upp og gerir betur en áður. Eins og með maníuna, hann forðast triggera sem hann veit af reynslu að sveifla honum til. Forðast stress, álag og alla truflun.. Ef hann gleymir sér þá gerir hann betur næst.  Við höfum alltaf val, að reyna er bara afsökun fyrir því að gera ekki, og einstaklingur er ekki hugsanir sínar. Þú ræður kanski ekki alltaf við þann hrærigraut sem heilinn framkallar endalaust en það er þitt að flokka úr og ákveða hvað af því er marktækt.

Æðruleysi, heiðarleiki og hrokaleysi eru hugtök sem lyfta af þér bjargi ef þú nærð tökum á því. Arnór dæmir engan af fyrrabragði á enga óvini en hann er nokkuð viss um að kannski eigi einhver hann sem óvin en þannig er það bara, það er ekki hægt að verða öllum til geðs og tilhvers að eyða orku í eitthvað sem alldrei verður?

Hann hefur mikið pælt og skrifað um sjúkdóma sína, hvernig þeir lýsa sér og þá sérstaklega fíkilinn og fyrir strákana að eiga pabba sem hefur þessa lífreynslu, þessa mastersgráðu í skóla lífsins sem hann er klárlega búin að mennta sig í er ómetanlegt. Ekki það að við óskum neins að feta sömu fótspor en hann hefur einsett sér að leiðbeina þeim með uppbyggjandi hætti hvernig megi koma í veg fyrir að taka beygjuna á þennan grýtta veg og ég veit að hann mun leggja allt undir til að halda þeim réttu megin. Og ef það stefnir í óefni þá eins og ég sagði áður; dæmir hann engan. Eldri strákurinn veit að hann getur talað um allt, sagt frá öllu og pabbi hans bara situr og hlustar og ræðir svo málin af skilning og einlægni. Aldrei reiði, aldrei skammir, engir dómar bara leiðbeining og uppbyggjandi gagnrýni. Þeir finna hlýjuna og að hann skilur og mann.

Það er hægt að sjá mörg einkenni alkahólisma og annara geðsjúkdóma snemma ef maður áttar sig á þeim í tíma. Alkahólisk hegðun er orð sem oft kemur fram á AA fundum sem allir sem hafa verið í sömu sporum átta sig á að voru ákveðnar vísbendingar sem hefði mátt nota til að beina viðkomandi í aðra átt EF þekking og kunnátta til þess hefði verið til staðar. Ef það hefði verið tekið nógu snemma í taumana. Það eru til formúlur sem reikna út líkindi þess að viðkomandi geti verið með meðfæddan alka og það er stundum hægt að sjá það í hegðun og hvatvísi barna.  Ég veit að það er draumur hjá honum(okkur) að geta hjálpað og leiðbeint fólki sem eru í vandræðum, foreldrum sem vita ekki alveg hvað er að, krökkum sem finna sig ekki í „fótboltanum“ og svo framvegis. að fá að standa við bakið á þeim sem þurfa þess .

Þeir sem nenntu að lesa hingað ætla ég að benda á að ef þið vitið ekki hvert þið eigið að leita eða hvort þið ættuð að vera að leita er frjálst að senda okkur línu hvenar sem er, ef við sjáum okkur ekki fært um að hjálpa sjálf vitum við klárlega hvar og hjá hverjum er best að leita. Hann hefur hjálpað mér meira með mína erfiðleika en nokkur annar gat og mörgum öðrum, mín þrauta ganga hafði verið rússíbani en ég er þar sem ég vill og ætla að vera í dag.
Það verður kanski önnur ritning seinna meir.

Insta: kristnymm

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: