10 staðreyndir um mig

1. Ég á erfitt með að tala í síma og vil helst sleppa því og þeir sem þekkja mig vita betur en að hringja í mig. Ég svara heldur ekki ókunnugum númerum.

2. Mér er illa við snertingar, frá öllum, það er eins og líkaminn höndli það ekki haha, því mér bregður oftast. Svo ef það er verið að strjúka mér á sama stað lengi þá fæ ég bruna tilfinningu þótt það sé mjög ljúf og létt snerting EN ég sjálf er með mjög mikla snertiþörf og það besta sem ég geri er að strjúka í gegnum hárið á börnunum mínum.

3. Eg er hrædd við sjóinn, ekki vatnið heldur stærðina og dýptina, við vitum ekkert hvað er í gangi þarna niðri og hvað er að fela sig.

4. Ég fæ nýtt áhugamál örugglega í hverjum mánuði, fer all in og missi svo áhugann..

5. Ég get ekki horft á bíómyndir ein eða spennandi þætti.

6. Mér er illa við lítil hljóð, hljóð sem venjuleg manneskja heyrir ekki og mörg hljóð í einu, gerir mig svakalega reiða bara.

7. Eg bjó á spáni þegar ég var krakki og tók 5.bekkinn þar.

8. Ég veit ekki hver náttúrulegi hárlitur minn er, byrjaði að lita hárið mjög snemma eða strax eftir fermingu.

9. Handskriftin mín hefur ekkert breyst fra því ég var svona 12 ára og ég er ekki að ýkja! Reyni að forðast að skrifa nafnið mitt eins og ég get!

10. Ég er að verða 25 ára og eina sem ég kann í eldhúsinu er að elda hakk og gera gott ostapasta.

Þangað til næst ♡