Co sleeping // mín reynsla

Ég vil byrja á að segja að það eru 4 flokkar undir co-sleeping:

Barn og foreldri/foreldrar deila sama rúmi

Barnarúm/vagga sem er fest við rúm foreldra

Barnarúm í sama herbergi og foreldrar

Og svo barn sem er í sínu herbergi en er velkomið uppí foreldrarúm hvenær sem er

Ég tók þá ákvörðun með eldri strákinn minn að hann myndi sofa uppí hjá mér og ég tók þá ákvörðun líka með yngri stelpuna.

Ég var með Óla á brjósti til 14 mánaða og það var svo þæginlegt að þurfa ekki að vakna, standa upp og gefa honum að drekka á næturnar, einnig fann ég fyrir meira öryggi að vita af honum á næturnar.
Í greinum sem ég las um co sleeping var mikið mælt gegn þessu og þar á meðal af því að barnið gæti orðið of háð móður sinni, Óli varð ekki of háður mér og það var ekkert mál að færa hann yfir í sitt herbergi 3 ára gamlann en ég var hinsvegar mjög háð honum á næturnar og stalst til að taka hann upp í rúm til mín. Það var ekki fyrr en Villimey kom að þetta hætti alveg, hann var ennþá að koma og kúra aðeins snemma á morgnanna þangað til.

Villimey er 9 mánaða og ennþá á brjósti og það er sama sagan núna, þetta hefur verið mjög þæginlegt uppá næturgjafirnar. En þau systkinin eru svart og hvítt, hún er mjög háð mér 24/7 og ég verð að sofa með henni alla nóttina, annars vaknar dýrið. Ég reyndi eitt skipti að láta hana sofa í sínu rúmi, það entist ekki lengi eða í rúma 2 tíma, mér leið óþæginlega að hún væri ekki nógu nálægt mér og var fljót að taka hana uppí aftur, þannig það má alveg segja að ég sé líka mjög háð henni.
Þetta er samt það besta í heimi finnst mér að leggjast uppí rúm með henni og kúra og vakna svo við skælbrosandi lítinn púka.

Þetta eru svipaðar reynslur en samt ólíkar þannig, held að þetta sé bara persónubundið hjá börnum með að vera of háð móður sinni. Ég gat t.d farið frá Óla yfir nótt þegar hann var 3 mánaða en ekki séns að ég gæti það með Villimey alveg strax.

Ég hef verið að skoða greinar frá bandaríkjunum að það sé ekki mælt með að barn sofi uppí rúmi með foreldrum og ég skil hætturnar sem eru nefndar en ég hugsaði ekki útí þær, 6 ár síðan og var lítið á netinu og fannst þetta bara vera hinn eðlilegasti hlutur. En eftir að hafa lesið hætturnar þá er þetta ekkert það sem ég myndi mæla endilega með en þetta virkaði fyrir okkur og það er fyrir öllu.

Ég myndi hafa þessa hluti í huga ef þú sefur með barnið uppí eða ert að pæla í að gera það

Ekki mælt með ef þú sefur fast eða tekur sterk lyf

Passa að dýnan í rúminu sé alltaf við vegginn (að það sé ekkert op á milli)

Ekki hafa eldra barn sofa uppí líka

Passa að hafa ekki kodda, púða, teppi eða annað kringum barnið

Passa náttklæðnað, það er heitara hjá okkur

Ekki sofa með barni ef þú hefur verið að drekka áfengi

Passa að barnið sé á bakinu (þangað til barnið getur snúið sér sjálft)

Þangað til næst

received_21398531562493141961110430.png

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s