Næsta barn verður á pela!

Ætla að byrja færsluna á að segja að ég er ekki ólétt og stefni ekki á það neitt á næstunni!

Dóttir mín Adríana var á brjósti. Hún var á brjósti í sirka 3 mánuði og á pela á móti.

Hún fékk fyrsta pelann uppá spítala aðeins sólarhringsgömul

Ég vissi strax þegar eg varð ólétt að hún yrði ekki lengi á brósti. Afhverju? Því ég fylltist af kvíða við tilhugsunina en ekki útaf ég var hrædd við sársauka, að fá sár á nipplurnar eða að fólk myndi sjá mig.

Mér fannst óþæginlegt að vera föst og fylltist ég af miklum kvíða við það aðalega, það er eitthvað meira en ég veit ekki nákvæmlega hvað það er, held að það sé bara eitthvað við tilfinninguna.

Ég fann fyrir þrýsting frá mörgum í kringum mig.

„Brjóstamjólkin er lang best, algjör vitleysa að hafa barn ekki á brjósti“

“ Afhverju gefuru barninu pela þegar þú mjólkar vel“

“ Það sparar helling að vera með barnið á brjósti“

Ég ákvað að harka af mér þangað til Adríana fengi 3 mánaða sprautuna.

Já mér fannst þetta þæginlegt flestar nætur.

Ég sé eftir því að hafa ekki hætt með hana fyrr á brjósti, þú tengist barninu alveg jafn mikið hvort sem það er á brjósti eða pela. Ég hefði getað mjólkað nóg ef ég hefði ekki byrjað að minnka brjóstagjafirnar meira og meira.

Þegar Adríana var buin að fá 3 mánaða sprautuna þá hætti ég með gjafir a daginn en hélt áfram a næturnar, ég þurfti sjálf að venjast því að standa upp dauðþreytt með grátandi barn og hita pela.

Adríana vaknaði, ég lá á hlið setti hana á brjóstið og hún drakk, sofnaði við að drekka og vaknaði svo eftir hálftíma til þess að fá meira.

Þegar ég stoð strax upp að gefa henni pela þá drakk hún hann og svaf restina af nóttinni.

Mér fannst ég vera svo föst að vera með hana á brjósti, fann mjög skritna tilfinningu sem eg næ ekki að útskýra í orðum.

Til að orða þetta eitthvernivegin þá var þetta kvíði! Basic bara kvíði yfir að vera með barnið á brjósti.

Þegar ég hætti alveg með hana á brjósti leið bæði mér og dóttur minni betur.

Ef mamman líður ekki vel þá líður barninu ekki vel!

Þurrmjolk er alveg jafngóð og brjóstamjólk.

Þurrmjolk er með alla þá næringu sem barnið þarf.

Adríana var stutt á brjósti og fékk þurrmjólk oftar en brjóstamjólkin.

Hún er fullkomnlega heilbrigð í dag, orkumikil, hress og kát.

Næsta barnið mitt verður ekki á brjósti. Ég trúi því að það verður betra þannig fyrir andlegu heilsuna mína sem fer svo yfir í barnið ❤

Snap- fialitlax98

Insta- fiulius98

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: