Ertu orðin mamma? Þú ert bara 17 ára?

Ég var ekki gömul þegar ég gekk inní það ábyrgðafulla hlutverk að vera stjúpmamma. Taka ábyrgð á því að geta veitt barni sem ég átti ekki sjálf, alla þá skilyrðislausu ást sem ég get gefið frá mér. Og jafnvel rúmlega það, þar sem mér fanst mikilvægt að geta sýnt fram á endalausa hlýju til stráksins svo hann upplifði mig eina af hópnum, part af fjölskylduni. Ég man að Arnór var frekar stressaður með, hvernig ég myndi höndla þessa stöðu. Ég og Arnór smullum saman strax frá upphafi og litli 6 ára stubburinn fangaði hjartað mitt um leið, enda er drengurinn ótrúlegur sjarmör… Alveg eins og pabbinn. Þeir feðgar eiga alltaf sína heilögu stund á hverju einasta kvöldi þar sem þeir liggja uppí rúmi fyrir svefninn lesa, syngja, spjalla eða hafa það á einhvern hátt notalegt. Eitt af þessum kvöldum voru þeir að spjalla um hitt og þetta.. Gabríel er að tala um Pabba og Jóa pabba, hvað hann sé ánægður með að eiga tvo pabba og fullt af ömmum og öfum og nú eigi hann mömmu og líka Kristnýju mömmu. Þarna fékk Arnór staðfestingu á hvaða hillu ég væri í lífi sonar síns. Ég hef sjaldan orðið jafn ánægð og fundið fyrir eins miklum heiðri og þegar Arnór sagði mér brosandi út að eyrum að ég væri Kristný mamma.

34158139_1766591946764363_1729435913936699392_n

Þetta fjölskyldu samband sem við eigum í gegnum Gabríel okkar er ótrúlegt. Ég skal alveg viðurkenna að ég hugsaði „jæja inní hvaða drama líf ætli ég sé að fara útí“ Hélt að það væru endalausir pústrar og tuð hvað mamma hans væri erfið og öfugt, svona tuð milliliður.. Þið skiljið.

34203669_1766591923431032_2352088945019322368_n

 En það var sko aldeilis ekki. Við erum svo heppin með allt fólkið okkar og eins og ég kom inná í síðasta bloggi þá hefur viðhorfið mest með það að gera.  Við tilheyrum okkar litlu kjarna fjölskyldu, við tilheyrum stórfjölskylduni okkar og svo tilheyrum við súper fjölskylduni sem við tengjumst í gegnum hann Gabríel okkar.

34398145_1766592013431023_3622316932876730368_n

Það er aldrei neitt vesen, það bera allir virðingu fyrir öllum og málin eru alltaf tækluð af öllum í órjúfanlegri samstöðu og við uppskerum klárlega því sem við sáum því ef allir eru á jörðini og haldast í hendur í verkefninu sem það er að ala upp barn þá endurspeglast það að sjálfsögðu í fasi barnsins. Ég hef aldrei tekið eftir votti af afbrýðisemi eða illindum á milli okkar. Að sjálfsögðu koma upp deilur eða vangaveltur um uppeldisaðferðir. En það eru bara skoðanir og allir virða skoðanir hinna. Stundum erum við sammála um að vera ósammála, þá er það bara þannig og svo er mæst á miðri leið og málin leyst. Þegar barnið þitt tekur t.d. uppá því að kalla stjúppabba sinn „pabba“ vekur það upp afbrýðisemi hjá mörgum. En ekki hjá Arnóri, hann lítur á málin þannig að barnið þitt hljóti að bera ómetanlegt traust til hans og hann sýna honum mikla föðurást ef strákurinn er tilbúin að hleypa honum inn í þann hring að bera nafnið pabbi. Enda segir Arnór einfaldlega að hann geti seint þakkað honum fyrir það hversu traustur og frábær hann hefur verið í föðurhlutverkinu, sérstaklega þegar Arnór var hreinlega of veikur til að sinna því sjálfur en aldrei var honum sýnt svo mikið sem arða af vantrausti til að sinna stráknum ekki af bestu getu. Þeir eru báðir pabbar hans og hann er ofboðslega heppin með þá.

34274748_1766591980097693_1921414153134669824_n

Barnsmóðir hans tók mér opnum örmum, við erum virkilega góðir vinir. Hún var ein af þeim fyrstu sem mættu upp á fæðingardeild þegar Benjamín fæddist, mamma hennar prjónaði á hann, pabbi hennar sendi benjamín gjöf og skrifaði undir til Benjamíns frá afa og  langamma Gabríels gaf honum jólagjöf, og það var ekki smá sko. Bolli með nafninu hans og mjög sætri mynd. Arnór lítur á þau sem part af fjölskylduni, enda eru þau það.  Það skiptir miklu máli að halda tengslunum góðum, tryggum og opnum. Þannig opnar maður fyrir virðingu og virðing milli foreldra er að mínu mati undirstaða þess að barninu farnist vel. – Í stuttu máli gekk ég  inn í hóp af snillingum sem leggja allt sitt undir til að gullmolinn okkar dafni eins vel og best verður á kosið. Hann lærir af svo mörgum, sér hlutina frá svo mörgum sjónarhornum. Þegar hann verður fullorðinn á hann eftir að geta tekið upp aragrúa af verkfærum sem honum hafa verið gefin í gegnum lífið til að búa sér til glæsta framtíð og ég efa það ekki eitt augnablik að það verðir eitthvað annað en frammúrskarandi persóna úr stráknum. Þetta samfélagshugtak um „skilnaðarbarn“ er eitthvað sem þarf ekki að vera til. Þótt ég sé ekki gömul þá heyrir maður enn um óþekka barnið „æji hann er skilnaðarbarn“. En hvað er það? Börn endurspegla nánast undantekningalaust væbið í umhverfinu sínu. Hvernig er staðan heima? Hvernig er félagshliðin? Hvað er í gangi í skólanum? Ég get nánast staðhæft það að ekkert barn fæðist óþekkt, engin fæðist með illindi í sér, engin fæðist stressaður, kvíðinn sem skilar sér allt í erfiðleikum sem einmitt bjó til hugtakið „skilnaðarbarn“

33660417_10156617070034668_6591897328951492608_n

Ég fór að hugsa um þessi forréttindi sem ég tala um hérna fyrir ofan í ljósi mikillar umræðu um tálmun foreldra, réttindi feðra og annað sem tengist börnunum okkar.

Það að hindra umgengni án dóms og laga er hreinlega rosalegt mannréttindabrot í garð barnsins.

En ég lít samt ekki á það eingöngu sem tálmun þegar umgengni er hindrunin. Margir nota þá taktík að tala niðrandi um hitt foreldrið. Mata barnið á neikvæðum hliðum annars aðilans eða tala við vinafólk á neikvæðan hátt um annanhvorn aðilan í áheyrn/viðurvist barnsins… hvað pabbin sé mikið hitt og hann sé svo mikið þetta. Að mamman sé svo rugluð og hafi gert hitt og þetta.  Þegar barnið er farið að þurfa taka á sig lesti pabba sins og kanski svo líka móðurinnar eiga engan séns af því foreldrar þínir eru það sem þeir eru, getiði ímyndað ykkur byrgðina fyrir unga óþroskaða sál. Hugarangrið sem plagar það. „ætli pabbi sé ekki svona góður eins og hann er við mig? Ég þori allavega ekki að spurja hann af því mamma segir líka að hann verði alltaf brjálaður“. Mamman sem er skreppur út með vinkonum sínum annað slagið er „ alltaf full útí bæ að eltast við nýja karla“. Þetta eru ekki skilaboð sem við viljum sá í börnin okkar. Komum fram við hvort annað að virðingu, tölum saman. Gefum það frá okkur sem við viljum að krakkarnir taki upp og læri, sama hvað hefur dunið á og sama hvaða tilfinningar eru í gangi þá er í minnsta lagi hægt að sýna almenna kurteisi í garð hvors annars þó það sé ekki nema engöngu barnana vegna okkar mistök í makavali eða mistök í sambandi eru ekki á þeirra ábyrgð.

Höfum það gott og gerum það saman.

34387745_1766612066762351_1739059711581356032_n

Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: