30 fyrir 30

Ég er að verða 25 ára í júlí og langaði að búa til lista um 30 hluti sem mig langar að gera fyrir 30 ára. Svo ég skellti í lista og ætla að deila honum með ykkur.

__

1. Ferðast um Skotland, Írland og England, við Almar stefnum á það á næsta ári.

2. BORA BORA !

3. Gifta mig (þú hefur 5 ár Almar)

4. Kaupa íbúð eða hús.

5. Læra að prjóna. Nei ég kann það ekki og já mig langar að kunna það.

6. Fara á yoga námskeið.

7. Eignast þriðja krakkadýrið (já ætla að gera sjálfri mér það einu sinni í viðbót)

8. Taka rúnt kringum landið.

9. Fara í bjórbað.

10. Fara í dekur (spa day) í heilann dag.

11. Fara í paintball.

12. Halda þema veislu og fara all in.

13. Prófa mat sem ég hef aldrei smakkað.

14. Taka 30 daga áskorun af einhverju og klára.

15. Fara á tónlistarhátíð.

16. Búa til skemmtilegar minningar með börnunum mínum.

17. Verða vegan.

18. Fara í þyrlu.

19. Nota bullet journal í heilt ár (byrja alltaf og gleymi svo)

20. Lesa 30 bækur.

21. Læra heilt lag á gítar eða öðru hljóðfæri.

22. Læra að búa til konfekt.

23. Kaupa mér hjól og byrja að hjóla.

24. Fara til Póllands.

25. Rækta kryddjurtir.

26. Eyða meiri tíma með Almari barnlaus.

27. Gera pasta frá grunni.

28. Fara í fjölskyldu myndatöku.

29. Verða sátt við sjálfa mig í hvaða formi sem er.

30. Gera 40 fyrir 40 lista!

Þangað til næst ♡