Ilmandi leir

Aríönu hefur alltaf fundist ótrúlega skemmtilegt að fá að leira og hjálpa okkur í eldhúsinu. Ég fann þessa uppskrift af leir sem er fullkomin fyrir okkur fjölskylduna.

Núna getur Aríana búið leirinn sinn til sjálf.

150g (1 bolli) hveiti

115g (1/2 bolli) salt
2 tsk cream of tartar/vínsteinslyftiduft
2 msk ólífuolía
180ml (3/4 bolli) vatn
50ml (2 1/2 tsk) sjampó með lykt
Matarlitur

Í miðlungs stærð af potti, hrærið saman hveiti, salt og cream of tartar. Hellið svo inn vatni, olíu og sjampói.

Bætið við matarlit af eigin vali.

Setjið á miðlungs háan hita, best er að nota trésleif, hrærið þar til deigið myndar „bolta“

Setjið á hreint yfirborð og leyfið leirnum að kólna í nokkrar mínútur. Hnoðið þar til deigið er mjúkt. Geymið í lokuðu íláti í kæli.