Ráð fyrir andleg veikindi!

Nú er ég sjálf að berjast við mikin kvíða og vil deila með ykkur þeim ráðum sem ég nota oft þegar ég fæ kvíðakast og ræð við það.

Ég átta mig alveg á því að hver og einn er misjafn enda er ég að segja mín ráð sem virka á mig og getur vonandi hjálpað öðrum.

 

1. Hlusta á rólega tónlist og gera öndunaræfingar

2. Fara eitthvert út í bíltúr á eitthvern stað sem þú ert ein/n og öskra! Þvílik útrás sem maður getur fengið útúr því

3. Mér finnst oft virka að hugsa ekki of mikið um hlutina og hugsa hvað væri það versta sem gæti gerst sem er svo oft ekki það slæmt en fer eftir aðstæðum auðvitað.

4. Tala við eitthvern sem ég treysti, það eru stundum mismunandi manneskjur sem ég get talað við sitthvorn hlutinn við og um að gera að tala við manneskjuna sem þú treystir aðstæðunum fyrir.

5. Hlaupa! Hvort sem það er í ræktinni eða bara úti! Oftast þegar ég verð pirruð, fæ eitthvern kvíðahnút í magan eða eitthvað þá finnst mér æðislegt að hlaupa þangað til ég byrja að líða eins og lungun í mér séu að springa!

6. Ekki halda þessu inni! Hvað sem er í gangi. Ekki setja á þig grímu og byrgja allt saman inni, þú springur á endanum sem er viðbjóðsleg tilfinning! Það er ekki hollt fyrir neina manneskju að byrgja hlutunum inni. Alveg sama hversu erfitt það er að tala við eitthvern þá bara DO IT! Þér mun líða betur á endanum!

7. Síðast og það sem mér finnst mikilvægast! EKKI GEFAST UPP!! Þetta líður hjá á endanum! Þessi hugsun hefur gert rosalega mikla hluti fyrir mig. Sérstaklega þegar ég er mjög langt niðri, finnst eins og allt sé ómögulegt eða á mörkunum að æla af kvíða, það líður allt hjá.

Hugsið um sjálfan ykkur.

Myndaniðurstaða fyrir life battle quotes

 

 

Þangað til næst!

34392007_2055741548080913_72753602078179328_n

SNAP- fialitlax98

INSTA- fiulius98

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: