Spennandi tímar framundan!

Jæja ég ætla að segja ykkur soldið frá því sem er að fara gerast hjá mér næstu mánuði.

Þetta er allt saman mjög stórt stökk fyrir mig en fyrir aðra er þetta kannski lítill hlutur.

Fyrir sirka 2 mánuðum tók ég 3 ákvarðanir.

1. Að sækja um í skóla

2. Skráði mig í Reykjavíkurmaraþonið og ætla a styrkja PKU

3. Hafði samband við einkaþjálfara

4. Flutningar

SKÓLINN

Ég sótti um í tækniskólanum í hárgreiðslunámið, var að prufa að lita hárið á kærastanum mínum þegar hann segir við mig afhverju eg sæki ekki um í þetta nám og fari svo að vinna við þetta. Ég hugsaði um það og pældi, ég hef oft litað hárið á sjálfri mér og klippt það og á öðrum svo bara afhverju ekki. Mig langaði aftur í skóla svo ég sótti um og fékk að vita fyrir sirka 2 vikum að ég komst inn!!!! Ég er mjög spennt yfir að fara byrja í þessu námi.

REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ

Ég skráði mig í maraþonið sem skyndiákvörðun, ég er reyndar ekki búin að ná að æfa mig eins mikið og ég ætlaði mér að gera vegna veikinda og vinnu en ég ætla að hlaupa 10km sem er kannski lítið fyrir suma en mjög stórt fyrir mig þar sem ég er ekki mikil hlaupamanneskja. Ástæðan afhverju ég ætla að hlaupa er því ég ætla að styrkja sjúkdóminn PKU sem litla systir mín er með. Fyrir þá sem ekki vita að þá í stuttu máli þá nær líkaminn hennar ekki að brjóta niður prótein, hún má bara fá x mikið af próteini á dag og þarf að vigta það og reikna út, það er kallað fen. Hún þarf að drekka drykk 4x á dag svo líkaminn nær að brjóta niður þetta litla prótein sem hún má fá, ef hún fær of mikið af próteini getur hún orðið veik. Fólk með þennan sjúkdóm má til dæmis alls ekki borða fisk, kjöt, hnetur og margt fleirra. Þetta er erfiður sjúkdómur og mér finnst ekki talað nógu mikið um hann. Set link af hlaupastyrknum ef eitthver vill styrkja og link um þennan sjúkdóm.

https://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/keppandi?cid=58234

https://www.pku.is/phenylketonuria-pku/

EINKAÞJÁLFARI

Ég var á lyfjum og þegar ég hætti á þeim þyngdist ég um sirka 8 kíló, ég hef alltaf verið óánægð með sjálfan mig og sagði hingað og ekki lengra! Ég áttaði mig á því að ég gat þetta ekki ein og þurfti hjálp svo ég hafði samband við einkaþjálfara. Þetta er annar mánuðurinn minn hjá honum og mér gengur betur en ég átti von á, já ég hef tekið nokkur feil spor en það er rosalega erfitt að borða bara hollt þegar kærastinn minn er að reyna að þyngja sig en þetta kemur allt með kalda vatninu og mér líður strax betur í bæði líkama og sál!

FLUTNINGAR

Við fengum loksins íbúð og fáum hana afhenta í september! Við erum ótrúlega spennt og erum að flytja í hafnarfjörðinn! Sem er snilld því dóttir mín var komin inní leikskóla þar. Svo á næstunni þá fer ég að skoða og græja allt fyrir hana

Ætla ekki að hafa þetta mikið lengra. Ég er með snappið okkar á föstudögum svo endilega fylgist með því.

Snappið hjá okkur er maedur.com

Snap – fialitlax98

Insta – fiulius98

Þangað til næst!

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: