Þrjú ráð til dóttur minnar ♡

Dóttir mín er þriggja ára og er bara rétt að byrja líf sitt og á eftir að læra og mótast eftir umhverfinu í kringum sig.

Það er verk foreldranna að kenna barninu og sína þeim á heiminn en börnin mótast ekki bara af foreldrum heldur líka skóla og fólkinu í kringum þau.

Það er svo ótrúlega margt sem ég vil segja og kenna dóttur minni en hérna eru top þrjú ráðin sem ég vil að hún hafi með sér í framtíðina.

1. Finndu það sem veitir þér ánægju og gefðu þér tíma til þess að sinna því.

Lífið er stutt, þannig nýttu þann tíma sem þú hefur og eyddu honum í það sem veitir þér gleði og hamingju. Sinntu áhugamálunum þínum 100% og gefðu þig alla í því að sinna þeim. Það er ekki auðvelt að finna það sem maður vill gera, en ef þú finnur það og gefur því alla þína orku þá er það þess virði á endanum.

2. Treystu sjálfri þér.

Hlustaðu á þitt eigið innsæi. Treystu sjálfri þér til þess að taka réttar ákvarðanir og til þess að sætta þig við þær ákvarðanir sem fóru ekki eins og þú ætlaðir. Það er í lagi að gera mistök, þú lærir af þeim og heldur svo áfram. Þú ert sterkari en þú heldur.

3. Elskaðu sjálfa þig.

Á lífsleiðinni mun koma tími þar sem þú týnir sjálfri þér. Það er eðlilegt og kemur fyrir alla. Ég vil að þú vitir hversu mikilvæg þú ert og hversu elskuð þú ert. Elskaðu sjálfa þig eins og þú ert þess virði.