Að rækta samband sitt við maka.

Þegar maður eignast barn/börn vill maður oft gleyma sér í foreldrahlutverkinu. Ekkert skiptir meira máli en þessi litlu kríli, sem þurfa alla orkuna sem maður hefur að gefa.

Ég var rosalega sár þegar ég og pabbi hans Róberts hættum saman, mér fannst eins og ég væri á syrgja litlu fjölskylduna okkar.
En sannleikurinn er sá að við týndumst. Við gleymdum okkur. Því lofaði ég sjálfri mér, að ef ég myndi finna mér annan mann að þá myndi ég gera allt sem ég gæti til þess að hlúa að okkur sem pari og ekki gleyma því.

Ég kynntist Alexander í febrúar 2015 og í október 2015 vorum við byrjuð saman. Ég sagði við hann strax í byrjun að ég myndi aldrei vanrækja sambandið sem við værum að byggja upp. En hræðslan tók yfir þegar ég varð ófrísk af Nadiu, ég var svo hrædd um að við myndum gleyma okkur. Týnast í foreldrahlutverkinu og gleyma að sinna okkur sem pari.

Það eru 3 atriði sem við höfum tileinkað okkur hvað mest; – ég er ekki að segja að sambandið okkar sé fullkomið, en þetta virkar fyrir okkur.

1. Við gefum okkur 10-30 mínútur á hverju kvöldi til þess að njóta. Liggja bara í fanginu á hvort öðru uppí sófa og spjalla.
2. Við förum aldrei ósátt að sofa – aðallega því ég er þver og vill ekki fara að sofa reið.
3. Við höfum date night amk 1x í mánuði og förum út að borða, ef við erum ekki með pössun þá svæfum við börnin og eldum okkur einhvað gott saman og spilum.
3. Við tölum rosalega mikið saman um allt og ekkert.

19.júlí förum við svo tvö til Edinborgar í 9 daga – 9 daga!
Fyrsta fríið okkar saman barnlaus, við erum að kafna úr spenning.

Maður veit aldrei hvað morgundagurinn ber í skauti sér, hlúum að sambandinu okkar og ræktum það – það getur allt skeð.

 

instasize_180625210401.png