Þrifaplan fyrir upptekna (eða lata) foreldra

Að þrífa heimilið okkar er svona love/hate dæmi hjá mér.. Ég gæti vaknað á morgun og hoppað beint í að þrífa allt frá toppi til táar eða vaknað og farið út til að forðast draslið.

Oft er líka bara nóg annað að gera en að eyða deginum í að þrífa.

Þetta vikuplan finnst mér ótrúlega sniðugt og persónulega er þetta að hjálpa mér með að halda heimilinu hreinu, en trickið er að taka bara 15-20 mínútur á dag.

Mánudagur

Þrífa allt baðherbergið

Þriðjudagur

Þurrka af öllu sem safnast ryk á

Miðvikudagur

Ryksuga íbúðina/húsið

Fimmtudagur

Skúra íbúðina/húsið

Föstudagur

Það sem þér dettur í hug: Þvottur, ísskápur, eldavél..

Laugardagur

Rúmföt

Sunnudagur

Chill!

Ég þríf svo oftast eldhúsið á kvöldin eftir kvöldmat og geng frá inn í stofu áður en við förum að sofa.