Ég á strák og stelpu.

Ég vildi vita kynið á báðum meðgöngunum mínum – afhverju? Svo ég gæti undirbúið mig betur.
Ekki afþví ég vildi eiga bara blá föt eða bara bleik föt, ekki svo ég gæti átt meira stráka dót eða stelpu dót og alls ekki afþví mér fannst það skipta máli hvort ég gengi með strák eða stelpu.

Þegar Róbert Leó var lítill héldu allir að hann væri lítil stelpa, hann var allur svo lítill og nettur, með litla beinabyggingu og með lítið sem ekkert hár og yfirleitt ekki í fötum sem bentu endilega til þess að hann væri strákur.
Ég fékk hiklaust spurninguna;
,,Hvað heitir hún?“ og reglulega heyrðist ,,Mikið er hún sæt!“
Fólk bað mig svo yfirleitt afsökunar á að hafa haldið að hann væri stelpa.
Þetta var árið 2010.

Lítill 3 mánaða Róbert Leó.
Lítill Róbert Leó.

Ég hef mikið lent í því með Nadiu að fólk haldi að hún sé strákur, enn og aftur vegna þess að hún er ekkert endilega í fötum sem benda til þess á hún sé stelpa, hún er lítill bolti og algjör fantur.
Nema núna hafa hlutirnir breyst. Hlutirnir eru ekki eins saklausir núna og þá;
,,Hvað heitir hann?“Hún heitir Nadia,,Rosalega er það sérstakt strákanafn“Hún er stelpa,,Þú þarft nú ekkert að ákveða það núna!“ ,,Hvernig veistu að það sé stelpa en ekki strákur?“ ,,Ætlar þú bara í alvörunni að ákveða kynið á barninu þínu sjálf? Það finnst mér nú fullgróft“
Þetta er árið 2018.

instasize_180616152037
Lítil Nadia Esmeralda.

Jú. Róbert Leó fæddist strákur. Nadia Esmeralda fæddist stelpa.
Börnin mín fæddust með sín kynfæri, þau kynfæri sem þeim var gefið við getnað. Ég get ekki stjórnað því.
En ef börnin mín taka þau ákvörðun að vilja ekki vera það kyn sem þeim var gefið, þá mun ég styðja það – þangað til eru þau strákur og stelpa.

Ég er mikið hlynnt því að vera ekki að stráka-, og stelpuvæða hluti. Ég er mikið hlynnt því að börnin eiga að klæða sig eins og þau vilja, vera með naglalakk, klippt eins og þeim langar að vera, leiki sér með það dót sem þau vilja og ekki endilega hafa allt ,,stráka“ eða ,,stelpu“ dót.

Ef Róbert Leó ákveður að hann sé ekki strákur eða Nadia Esmeralda ákveður að hún sé ekki stelpa, þá vinnum við úr því þegar að því kemur. Ég mun alltaf styðja börnin mín – hvort sem þau eru ekki sátt við sitt kyn eða vilja einfaldlega ekki gera greinarmun á því hvort þau séu strákur eða stelpa.

En þangað til er ég stolt stráka og stelpumamma.

 

instasize_180630220852