Loforð til barnanna minna.

Elsku börnin mín.

Ég vissi frá upphafi að ég myndi elska ykkur en vá, aldrei í lífinu hefði mér nokkurn timan dottið til hugar að svona sterk ást væri til.

Frá deginum sem ég varð mamma ykkar gaf ég ykkur loforð sem ég mun alltaf standa við.

Ég lofaði ykkur að ég myndi alltaf elska ykkur og láta ykkur vita af því á hverjum degi, ég lofa að leyfa ykkur aldrei að gleyma því hversu mikið þið eruð elskuð.

Ég lofaði ykkur því að ég mun leiðbeina ykkur, hjálpa ykkur að læra á heiminn en ekki stjórna ykkur. Ég lofa ég mun ráðleggja ykkur en leyfa ykkur líka læra af mistökunum ykkar.

Ég lofaði því að þið mynduð alltaf vera í fyrsta sæti og að ég myndi alltaf setja hagsmuni ykkar ofar mínum.

Ég lofaði að ég myndi hvetja ykkur að sækja draumana ykkar og leyfa ímindunaraflinu ykkar að njóta sín.

Ég lofaði að ég myndi vaða eld og brennistein fyrir ykkur.

Ég lofaði að ég myndi gefa ykkur alla mína ást og umhyggju, hugga ykkur í sorg og brosa með ykkur í gleði.

Ég lofaði ykkur að ég mun kenna ykkur hvers mikils virði þið eruð, því þið eruð einstök, enginn í heiminum er eins og þið.

Ég lofa að ég mun standa við öll þessi lofofð og svo mikið fleiri.

Ég lofa ég mun gera mitt allta besta til að undirbúa ykkur fyrir heiminn.

Elsku börnin mín,

Mamma elskar ykkur❤️


Lokað er á athugasemdir.

Bloggaðu hjá WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: