Avocado dekur

Áttu avocado sem er að verða óætt og langar að nýta það? Dekraðu sjálfa þig!

Hérna eru tvær einfaldar og góðar uppskriftir af maska, fyrir hár og andlit ♡

Avocado hár maski sem er sérstaklega góður fyrir þurrt hár.

Uppskrift:

1/2 Avocado

1 tsk ólífuolía

3 dropar lavander ilmdropar

Blanda vel saman og setja í blautt hár í um 10-15 mínútur og skola vel.

Avocado maski fyrir andlit

Uppskrift:

1/2 Avocado

2 tsk hunang

1/2 tsk kókosolía

Blanda vel saman og bera á hreint andlit og hafa á í um 10-15 mínútur.

Voila!