10 staðreyndir um mig.

Mér finnst alltaf gaman að lesa svona staðreyndir um aðra, einhvað sem kannski ekki allir vita.
Mörgum finnst ég óþarfa skrítin og sérstök – en það er bara betra.

1. Ég er skelfilega lofthrædd! – það lofthrædd að ég get ekki staðið í brekku einu sinni.
2. Ég borða ekki súkkulaði.
3. Ég er ekki með neitt jafnvægi. – dett mjög oft uppúr þurru, get ekki hoppað jafnfætis og nei það er engin ástæða fyrir því.
4. Ég er hryllilega matvönd. – mér finnst KFC og Domino’s v i ð b j ó ð u r.
5. Ég hata ketti. – en draumakötturinn minn er Sphynx.
6. Við eigum skjaldböku sem heitir Francis.
7. Föðurættin mín kemur frá Færeyjum.
8. Ég er með nýrnasjúkdóm.
9. Ég kann ekki Faðir vorið.
10. Ég og vinkonur mínar tókum þátt í Samfés 2009. – við gleymdum heilu erindi, vorum hrikalega falskar og komumst ekki áfram.

Ég mun klárlega koma með 10 staðreyndir um mat sem ég borða ekki á næstunni… það kannski endar í 20-30 staðreyndum!instasize_180630220852