23.maí 2015

Þann 23.mai 2015 var einn erfiðasti dagur sem eg hef upplifað.

Þennan dag lést stjupabbi minn sem var mér eins og faðir!

Ég var 16 ára og með bullandi samviskubit.

Ástæðan fyrir samviskibitinu var að því eg var oft svo reið og pirruð úti hann, var ung og vitlaus og var ekki að fýla reglurnar sem hann og mamma settu fyrir mig.

Nú í dag er ég nýbuin að losna við það þótt það komi upp einu sinni og einu sinni.

Hann var sjómaður og einn dag í ágúst 2014 þegar hann var á túr þá fékk hann rosalega illt i magan uppúr þurru, þegar þeir komu í land fór hann uppá spítala í margar rannsóknir.

Ég var að klára eitt lokaprof í skólanum í desember hjá mér þegar frænka mín hringir í mig og segir við mig að hann sé með illkynja krabbamein í brisinu.

Ég man enþa höggið í magan sem eg fékk af hræðslu eftir þessar fréttir.

Hann fór í lyfjameðferð sem átti að gefa honum nokkra mánuði í viðbót.

Ég hef mjög blendnar tilfinningar úti svona lyfjameðferðir, mér finnst þær frábærar ef möguleikarnir eru að fólk fær nokkur ár i viðbót en þegar það eru 2-3 mánuðir þá er ég ekki svo ánægð með það, enda var hann veikur og rummliggjandi allan tíman. Lyfjameðferðin fór svo illa í hann að hann þurfti að leggjast niður strax eftir kvöldmat á aðfangadag og gat ekki verið með okkur og notið restina af kvöldinu.

Það var jolaboð rétt hjá borgarnesi næsta dag, hann gat því miður ekki komið með en hann heimtaði að mamma myndi fara með okkur krakkana.

Mamma mín var að farast úr áhyggjum allan tíman, hún hringdi í góðan fjölskylduvin og bað hann um að fara og kíkja á hann, pabbi var meðvitundalaus í sofanum heima og var hringt a sjúkrabíl og brunað með hann í bæinn til að láta kíkja hvort það væri ekki allt í góðu.

Það var svo allt í góðu hann var bara svo rosalega veikur eftir lyfjameðferðina.

Næstu mánuðir var hann inn og út á spítalanum og seinustu vikurnar var hann og mamma bara þar.

Hann svaf mjög mikið og var slappur.

Nokkrum dögum áður en hann lést þá var hann vakandi allan daginn, kom fram og spjallaði, sagði brandara og hló.

Læknirinn og presturinn sögðu að þetta væri seinasta orkan að fara úr honum.

Daginn sem hann do var ég með litla bróður minn sem var aðeins 3 ára og litlu systur mína sem var 12 ára heima.

Það komu allir heim nema mamma til þess að fara í sturtu og skipta um föt og ætluðu svo aftur uppá spítala en það voru margir sem komu og voru með okkur.

Mamma hringdi í ömmu og sagði að eitthvað hefði gerst.

Þegar þau komu uppá spítala var hann farin.

Þetta var eins og hann hefði beðið eftir að vera einn með mömmu áður enn hann fór.

Það líður ekki einn dagur þar sem eg hugsa ekki um hann.

Hann var ekki bara stjuppabbi minn hann var PABBI minn.

Það sem hann hjálpaði mér mikið og var alltaf til staðar.

Ég vildi óska þess að hann fengi að kynnast kærastanum mínum og dóttur og fá að njóta tíman með henni.

Einn daginn mun ég hitta þig aftur pabbi, þegar minn tími kemur.

Ég elska þig ❤

Njótið hvert einasta augnablik! Maður veit aldrei hvað getur gerst❤

Lokað er á athugasemdir.

Stofnaðu ókeypis vef eða blogg á WordPress.com.

Upp ↑

%d bloggurum líkar þetta: