Stjúptengsl vs. blóðtengsl

Þetta verður stutt færsla frá mér en mig langaði að fá að létta aðeins af mér því þetta er búið að liggja svolítið á mér þessar umræður sem ég rekst ósjaldan á „stjúpforeldrar vs. blóðforeldrar“.

Stjúptengsl/blóðtengsl, hver er eiginlega munurinn? Jújú blóð er blóð duh en skiptir það máli?

Ég á einn svo kallaðann „stjúppabba“ sem hefur verið í lífi mínu frá 3 ára aldri, í 22 ár, og þvílík gjöf sem það var og er því frábærri mann er ekki hægt að finna.

Fyrsta minningin mín sem ég man eftir er þegar ég hitti hann í fyrsta skipti (held ég allavega), hann sat við eldhúsborðið með mömmu og ég sat í fanginu á honum og kyssti hann um allt andlitið, mér leist svo vel á hann.

Það stingur mig í hjartað þegar ég sé umræður um stjúpforeldra, hvað þau séu ekki foreldrar og ættu ekki að vera kölluð mamma eða pabbi því ég á þennan frábæra pabba sem ég lýt svo upp til.

Ég á líka rosa sætann kærasta hann Almar sem er líka svona „stjúppabbi“ og hugsa sér hvað hann Óli minn sé heppinn að eiga TVO pabba!

Almar kom í lífið hans Óla þegar hann var um 2 ára, hefur skipt á honum, lesið fyrir hann fyrir svefn, vaknað með honum, gefið honum að borða, leikið við hann og svo framvegis, allt sem „alvöru“ foreldri gerir, já stjúppabbinn er meira að segja duglegri en alvöru mamman að lesa fyrir hann.

Svo já ég pæli oft hver munurinn sé?

Ég er kannski bara svo heppin að hafa fengið annann pabba í lífið mitt og heppin með kærasta og lýt á þetta öðruvísi, svo ég bara veit ekki svarið við spurningunni minni.

Megið endilega koma með ykkar skoðanir á þessu í athugasemdum.

Þangað til næst,

Færðu inn athugasemd

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s