7 uppáhalds þættir hjá Sjónvarpi Símans Premium

Hæ!

Vil taka það fram að þetta er ekki auglýsing fyrir Símann.

Langaði að deila með ykkur þáttum sem ég hef verið að fylgjast með.

1. Queen of the south

Nei þið trúið ekki hvað þetta eru góðir þættir! Þátturinn fjallar um Tereza og hennar „barattu“ um að komast á toppinn í fíkniefnasmygla heiminum. Ótrúlega spennandi þættir og ég bíð spennt eftir næsta.

2. Top Chef

Ég gaf þessum þáttum aldrei tækifæri, eg var og er svo mikill master chef aðdáandi EN ég ákvað prófa og er gjörsamlega hooked! Ég elsla svona matreiðslu keppnir.

3. Station 19

Drama þættir sem eru fra þeim sömu sem gera Grey’s (spin off) fáum að sjá inn í vinnuna hjá Ben Warren manninum hennar Miranda bailey, en serían snýst aðallega um Andy og hennar vinnu sem slökkviliðskona og persónulega líf.

4. Who Is America?

Ok hver elskar ekki þegar hann Sacha baron Cohen ákveður að trolla bandaríkjamenn? Þetta eru svakalegir þættir sem enginn má láta framhjá sér fara!

5. Exorcist

Nafnið segir sig svolítið sjálft, ef þið eruð hrifin af djöflum, prestum og þessu þá mæli ég með að kíkja á þetta.

Var svolítið gaman að sjá að fyrsta sería var smá framhald af gömlu myndinni ‘ The Exorcist ‘

6. Scandal

Ef þú ert ekki að fylgjast með Olivia Pope þá verðuru að byrja núna!

7. Younger

Skemmtilegir þættir um hana Liza sem er fráskilin og fertug en þykist vera 26 ára til að fá vinnu og lendir í allskonar veseni.

Þangað til næst ♡