Edinborg.

Við skötuhjúin vorum að koma heim úr 9 daga mjög svo æðislegri ferð, fyrsta útlandaferðin okkar saman og kærkomið frí frá börnunum!

instasize_180719042953.png

Planið?
Verlsa, skoða, versla, skoða, versla & Mc Donald’s.

instasize_180719195604

– Edinborg er afskaplega falleg, mikið af gömlum byggingum og margt í þessum old fashion stíl.
Rosalega fallegar kirkjur voru á öðru hverju horninu, mikið af þeim yfirgefnar.
Það kom okkur rosalega á óvart hvað heimamenn eru almennilegir og kurteisir – þá sérstaklega heimilislausa fólkið, en okkur brá rosalega að sjá hvað margir voru á götunni að betla.
Einnig voru samgöngur þarna mjög aðgengilegar og þægilegar – dagpassi í strætó fyrir okkur tvö kostaði £8.

instasize_180719195553

Edinburgh zoo – Nei sko ég er 23 ára gömul og ég skemmti mér eins og 5 ára barn. Þeir sem þekkja mig hvað best vita að ég lifi fyrir mörgæsir og þarna voru sko mörgæsir! Það kostaði okkur um £40, en að þræða allan garðinn tekur hátt í 2 klukkutíma og inn í þeim tíma er að sjálfsögðu litlar sýningar, matartími dýranna ofl. Við nýttum okkur strætó sem fór frá hverfinu okkar.

instasize_180721132817.png

Edinburgh castle – Þetta var einhvað sem við urðum að sjá og skoða. Við borguðum £43, en innifalið í þeim pening var aðgangur fyrir okkur bæði og hljóðbók til þess að hlusta á sögurnar um Edinborg.
Það var alveg magnað að skoða kastalann, heyra sögurnar um stríðsárin, sjá fangelsin og hvað þá kórónu yðar hátignar. Klárlega peningsins virði, þvílík paradís að horfa úr kastalanum og yfir alla Edinborg.

instasize_180724110443

Fort Kinniard – Himnaríki fyrir verslunarperra. Við að sjálfsögðu tókum strætó úr okkar hverfi og í þennan verslunarkjarna, en þetta var svona eins og lítið ,,hverfi“ með óteljandi búðum – risastórt Primark.
Við tókum engann farangur með okkur út, enda þurftum við bæði að endurnýja fataskápinn okkar og keyptum því bara ferðatöskur í Primark og fylltum þær með fötum. Við eyddum um £800 í Primark, en allur fataksápurinn okkar var endurnýjaður.

instasize_180729130514.png

National museum of Scotland – Það var frítt þangað inn og mér fannst þetta skemmtileg viðbót við ferðina. Þarna gat maður séð allskonar hluti.
Gömul húsgögn frá 1600, gömul módel af flugvélum, uppstoppuð dýr og fullt, fullt fleira.

instasize_180729130925

Mary King’s close – Klikkaði klukkutíma túr í undirgöng Edinborgar. Við fengum að heyra söguna eins og dóttir Mary King væri að segja hana, en í túrnum sem við völdum fengum við meðal annars að heyra um pláguna sem skall á Edinborg árið 1650 ca.
Þarna var engu breytt og rosalega áhugavert að sjá hvernig fólk bjó á þessum tíma. Stelpan sem sagði okkur söguna var rosalega skýr og flott.
Fyrir þessa ferð minnir mig að við borguðum ekki meira en £39.

Princess Street, Hanover Street, Royal mile ofl – Aðalgöngugöturnar í miðbænum. Þarna eru allar búðir sem einhver gæti óskað sér, matsölustaðir og fínni veitingastaðir. Að labba Royal mile er eins og að vera komin aftur í tímann um mörg hundruð ár.

instasize_180719195714.png

– Við gistum á hálfgerðri heimavist, virkilega fínt herbergi en við þurftum ekkert meira en það. Við eyddum hvort eð er öllum okkar tíma úti að skoða.
Destiny student Shrubhill er staðsett á Leith Walk, sem er um 2 km fjarlægð frá miðbænum.
Það var einstaklega fallegt að labba um litlu hverfin þarna í kring, mikið af fallegum almenningsgörðum og mikið lagt út í leiktæki fyrir börnin.

– Við hinsvegar áttum ekki bara góða daga þarna úti.
Alexander fékk matareitrun, sem var virkilega hryllilegt að horfa uppá þannig einn dagurinn fór í það að hlúa að honum.
Morguninn sem við áttum flug heim sáum við það á heimabankanum að einhver hafði stolið kortaupplýsingunum okkar og straujað kortið inná fashionnova.com, 50.000 kr horfinn. Við rétt svo komumst uppá flugvöll með klinkinu okkar. Virkilega fúlt að lenda í þessu akkúrat á þessum degi.
En við náðum uppá flugvöll og virkilega skrítin tilfinning að lenda aftur á Íslandi og þurfa að horfast í augu við raunveruleikann.

instasize_180630220852