7 hlutir sem sögðu mér að hann væri sá rétti

Ég var ekki nema 19 ára þegar ég kynntist eiginmanninum mínum. Við ætluðum sko aldrei að verða kærustupar, en við enduðum á því að gifta okkur í ágúst 2017. Stundum er fólk hissa á því hvað ég gifti mig ung, en þegar maður veit að þetta er alvöru er enginn sem getur sagt neitt annað um það. Ég vissi að sambandið okkar væri „the real deal“ og það eru nokkrir hlutir sem ég hef áttað mig á í gegnum tíðina sem vísuðu mér leiðina þangað. Mig langar að lista nokkrum þeirra fyrir ykkur sem mér þótti merkilegir þótt þeir væru í raun litlir og ómerkilegir.

28906428_2067340949949876_613959991_n

  1. Ég tala alltaf um að ég þoli að þola hann ekki. Það eru sennilegast fáir sem fara meira í taugarnar á mér en maðurinn minn, en mér fannst það allt í lagi. Um leið og ég áttaði mig á því að ég þoldi að þola hann ekki, þá vissi ég að þetta væri alvöru.
  2. Ég sætti mig allt sem hann gerir sem mér þykir óþolandi. Hann notar ekki alltaf stefnuljós, setur ekki setuna alltaf niður, hann hrýtur og sefur með eitthvað í gangi á Youtube. Allt eitthvað sem mér finnst fáránlegt. En ég set bara setuna niður og sparka í hann á nóttunni til að hann hætti að hrjóta í staðinn fyrir að hætta með honum.
  3. Ég vil elda mat fyrir hann sem honum finnst góður. Mér þykir almennt mjög leiðinlegt að elda. Og mér þykir BBQ ekkert sérstaklega góð. Í staðinn þykir mér fiskur mjög góður, en ekki honum. Ég er tilbúin til að elda handa honum það sem honum þykir gott og hafa minna af því sem hann vill ekki borða. (Það sést á líkamanum mínum að mér þykir gott að borða, þannig þetta er stórt stökk fyrir mig!)
  4. Ég leyfi honum að fá sjónvarpið, þótt ég þurfi nauðsynlega að klára næsta þátt líka. Og öfugt! Við höfum mjög ólíkan smekk á sjónvarpsefni, en við erum bæði miklir hámhorfarar. ( bingewatchers). Það getur því valdið mikilli streitu á heimilinu þegar ég vil horfa á Dexter en hann vill horfa á Forged in fire. Ég sit m.a.s. stundum hjá honum og „horfi á“ þótt mér þyki það sem hann er að horfa á ömurlega leiðinlegt. (Þú þarft samt að fara að horfa á síðasta GoT þáttinn, gaur.)
  5. Ég leyfi honum líka að fá playstation tölvuna. Ef honum langar rosa mikið að spila einhvern tölvuleik þarf hann (oftast) bara að biðja um það og ég hætti í tölvuleiknum sem ég er að spila. Hann er samt mjög lélegur að biðja um það þannig þetta kemur ekki oft fyrir, en hey… Ég er a.m.k. til í það.
  6. Ég reyni að laga mína galla sem honum þykir óþolandi. T.d. það að ég skil uppþvottavélina alltaf eftir opna, skil handklæðin eftir í sófanum og gleymi að taka lyklana inn úr bílnum. Magnús, ég LOFA að ég er að reyna, þótt það gangi kannski ekki alltaf vel.
  7. Ég tek mark á hans skoðunum og reyni að virða þær. Oft erum við eins og svart og hvítt varðandi skoðanir. Mér þykir hann oft vera gamaldags í hugsun, rétt eins og honum þykir ég vera „nýtískuleg.“ En ég reyni að virða hans skoðanir og setja ekki út á þær.

17082601_sigrunogmagnus_292_sh.jpg

Magnús, ég elska þig, jafnvel þótt við þolum ekki hvort annað í 95% tilfella. Bara ekki hætta að minna mig á það þegar ég er í fýlu.

Sigrún Ásta

instagram: sigrunastaa